Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Friðrik: Ég var mjög smeykur

    Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    85 prósent oddaleikjanna hafa unnist heima

    Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég er ekkert hættur að þjálfa

    Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deildinni tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það var karfan.is sem greindi frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í undanúrslitin

    Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vill ekki þurfa að horfa upp á Keflavíkurglottið

    Við viljum auðvitað ekkert fara í sumarfrí strax í mars þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna í kvöld," sagði Magnús Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur þegar Vísir náði tali af honum fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór: Við eigum líka inni

    Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég er stoltur af mínu liði

    "Það eru auðvitað vonbrigði að tímabilið sé á enda, mér fannst við eiga meira inni," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í samtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík fyrst áfram

    Grindavík vann í kvöld sigur á ÍR, 85-71, í leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðið vann þar með einvígið, 2-0, og þar með sæti í undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan jafnaði metin

    Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar skoruðu 123 stig á móti Blikum

    KR vann 48 stiga stiga sigur á Breiðabliki, 123-75, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í DHL-Höllinni í kvöld. KR getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri í Smáranum á þriðjudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði Njarðvík

    Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lið Benedikts hafa aldrei náð að sópa seríu

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR, á góða möguleika á að að stýra liði sínu til 2-0 sigurs í einvígi sínu á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla en það er eitthvað sem hann hefur aldrei náð á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra

    Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð?

    Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór valinn bestur - Teitur besti þjálfarinn

    Jón Arnór Stefánsson, leikmaður deildarmeistara KR, var í dag verðlaunaður af Körfuknattleikssambandi Íslands þegar hann var valinn besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar karla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var við sama tækifæri kosinn besti þjálfari seinni hlutans.

    Körfubolti