Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund
Hann hefur farið í yfir sextíu búninga og mætir ekki á Teams fundi með samstarfsmönnum öðruvísi. ,,Þetta gerir lífið á heimaskrifstofunni skemmtilegra enda bíða samstarfsmennirnir eftir að sjá í hvað ég fer næst," segir Oddur Jónasson þýðandi. Í þætti kvöldsins hittum við Odd og fáum að sjá alla búningana sem hann hefur klæðst á Teams fundunum. ,,Fataskápurinn minn sérstakur en ég hef aldrei þurft að kaupa neitt nýtt á þessu tímabili," segir Oddur sem er mikill stemmningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstu Íslendinga, enda þýðir hann þættina.