Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir
Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu. Lögreglumaður segir innbrotin nokkuð ný af nálinni og að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir. Dæmi séu um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.