Innlent

Gleði­leg jól, kæru les­endur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Börn að leik við Óslóartréð á aðventunni. 
Börn að leik við Óslóartréð á aðventunni.  Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðirnar fyrir utan aðfangadagskvöld þar sem blaðamenn Vísis fagna jólum í faðmi fjölskyldu og vina.

Kvöldfréttatíminn verður á sínum stað klukkan 18:30 á jóladag en sjónvarpsfréttatími Stöðvar 2 á aðfangadag var í hádeginu klukkan tólf.

Við minnum á að hægt er að senda ábendingar um allt sem fréttnæmt má heita á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Skoðanagreinar sendist á [email protected].

Að neðan má sjá útsendinguna á Stöð 2 Vísi sem aldrei sefur. Þar má sjá nýlegar fréttir, vinsælar klippur og annála sem fréttastofa hefur unnið í desember.


Tengdar fréttir

Stærstu og umdeildustu sigrar ársins

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins

Öll lendum við stundum í veseni. Skrifum óvart niðrandi hluti um konur á bloggsíðu eða krotum á myndir af kunningjum okkar í einhverri skólabyggingu úti á landi.

Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi

Tvö af stærstu fréttamálum ársins 2024 reyndust eiga mjög óvæntan anga sameiginlegan; algjörlega galnar nafnabreytingar. Farið er yfir þessi mál, og fleiri sem sjokkeruðu þjóðina og heimsbyggðina alla, í annál fréttastofu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×