Sport

Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úr­slita­keppninni tryggt

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Green Bay Packers eru á leið í úrslitakeppnina.
Green Bay Packers eru á leið í úrslitakeppnina. Brooke Sutton/Getty Images

Green Bay Packers urðu fyrsta liðið á tímabilinu í NFL deildinni til að fá ekki á sig stig, þrátt fyrir að vera án fjögurra byrjunarliðsmanna í varnarlínunni, í 34-0 stórsigri gegn New Orleans Saints í nótt. Sigurinn tryggði Packers sæti í úrslitakeppninni.

Packers komust inn á wild card reglunni, eftir að hafa misst af NFC norður titlinum, og eru á leið í úrslitakeppnina í fimmta sinn á sex árum. Þetta var níundi sigur liðsins í ellefu leikjum, báðir tapleikirnir voru gegn Detroit Lions sem unnu NFC norður deildina.

Saints voru án tveggja öflugra manna í nótt, leikstjórnandinn Derek Carr og hlauparinn Alvin Kamara voru meiddir. Nýliðinn Spencer Rattle var leikstjórnandi Saints í stað Carr.

Packers sáu sigurinn fljótt fyrir sér eftir að hafa skorað snertimark í fyrstu þremur sóknunum. Josh Jacobs græddi alls 107 jarda fyrir Packers og skoraði snertimark sjötta leikinn í röð meðan varnarmenn liðsins stöðvuðu allt sem þeim barst, þrátt fyrir að vera án fjögurra reglulegra byrjunarliðsmanna vegna meiðsla.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×