Erlent

Brenndi konu til bana í neðan­jarðar­lest í New York

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn er ekki vitað um deili á konunni en talið er að hún hafi verið sofandi þegar maðurinn réðst á hana og kveikti í henni.
Enn er ekki vitað um deili á konunni en talið er að hún hafi verið sofandi þegar maðurinn réðst á hana og kveikti í henni. Kyle Mazza/Anadolu via Getty Images

Maður er í haldi lögreglunnar í New York grunaður um að hafa brennt konu til bana í neðanjarðarlest í borginni í gær.

 Atvikið átti sér stað í Brooklyn og konan virðist hafa verið sofandi í lestinni sem var stopp á brautarpalli þegar maður gekk að henni og kveikti í henni. Hún lést af sárum sínum á staðnum. Maðurinn fór út úr lestinni þegar lögreglumenn þustu að til að kanna málið.

Greinargóðar myndir náðust þó af manninum þar sem hann kom út úr lestinni og var þeim samstundis dreift víða. Það voru svo skólabörn í annarri lest í borginni sem aðvöruðu lögreglu um að maðurinn væri í þeirri lest sem leiddi til handtöku hans síðar um daginn.

Enn er ekkert er vitað um hvað honum gekk til og ekki er talið að konan hafi þekkt morðingja sinn. Því virðist sem um morð af handahófi hafi verið að ræða. Lögregla vinnur enn að því að komast að því hver konan sem lést var, en maðurinn er sagður hafa flust til Bandaríkjanna frá Guatemala árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×