Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 12:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“ Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Fargjaldið kostar 650 krónur og er hægt að greiða með ýmsum snjalltækjum og korti. Fargjaldið gildir í 75 mínútur, þannig að ef viðskiptavinur skiptir um vagn og skannar sama kortið á nýjan leik innan þessara 75 mínútna, þá verður ekki rukkað fyrir nýtt fargjald. „Þetta er lausn sem við höfum verið að þróa síðustu ár í þessum bransa, almenningssamgöngum. Við höfum verið að vinna að þessu í töluverðan tíma og þetta er loksins orðið að veruleika hér á íslandi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir Íslendinga nokkuð framarlega miðað við aðrar þjóðir. „Við erum önnur höfuðborgin á Norðurlöndum sem tökum þetta í notkun. Þetta er eingöngu í Stokkhólmi í dag.“ Framarlega alþjóðlega Jóhannes segir Breta fremsta í þessu og lausnin hafi farið í notkun í London. Hún sé nú í þróun í fleiri borgum. Greiðsluleiðin er hluti af Klapp greiðslukerfinu. Jóhannes segir lausnina munu henta sérstaklega óreglulegum notendum og erlendum ferðamönnum. „Þetta er mjög einföld og þægileg lausn og þetta er bara stakt fargjald. Það er þannig alls staðar. Þú fellur líka inn í svokallað greiðsluþak. Ef þú notar sama kortið alltaf þá telur hún bara þrisvar sinnum yfir daginn og níu sinnum yfir vikuna.“ Þrjú fargjöld einn og sama daginn eru samtals 1.950 krónur og níu fargjöld 5.850 krónur. Til samanburðar má þess geta að 30 daga kort kostar 10.800. Jóhannes segir snertilausu greiðslurnar komnar til að vera en greiðsluþakið verði til skoðunar. Reynslan eigi eftir að leiða í ljós hvort það henti eins og það er núna eða hvort það þurfi að breyta því. „Við munum skoða það þegar reynsla er komin á það, hvort það sé að nýtast einhverjum eða hvort við þurfum að hnika til fjölda ferða í þessu.“ En þá er bara lykilatriði að nota saman kortið? „Já, það er lykilatriðið, eins og annars staðar, þú verður að nota sama kortið til þess að telja inn í. Þú getur bara borgar eitt fargjald, þannig þú getur til dæmis ekki borgar fyrir tvo með þessari lausn, nema að nota mismunandi kort.“ Sama kortið fyrir greiðsluþakið Jóhannes segir langtímamarkmið með þessu að auka tekjur. „Ef við náum til fleiri ferðamanna, við höfum heyrt óánægju þeirra að það sé flókið að borga í strætó á Íslandi, þá ættu alveg tekjurnar eitthvað að aukast og við vonumst auðvitað til þess að einfaldleikinn hvetji fleiri til að prófa og verða fastir viðskiptavinir. Þá fáum við fleiri farþega inn í strætóinn og þar af leiðandi meiri tekjur.“ Hann segir Strætó alltaf vinna að því að bæta upplýsingagjöf til farþega „Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri skýli með rauntímaupplýsingum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og er það sem er að þróast mest næstu misserin hjá okkur. Svo sjáum við til hvernig greiðsluþakið reynist.“
Samgöngur Neytendur Strætó Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira