Fótbolti

Bein út­sending: Dregið í undan­keppni HM

Sindri Sverrisson skrifar
Mótherjar Íslands í undankeppni HM spila væntanlega á nýju, blönduðu grasi á Laugardalsvelli en þar standa framkvæmdir yfir.
Mótherjar Íslands í undankeppni HM spila væntanlega á nýju, blönduðu grasi á Laugardalsvelli en þar standa framkvæmdir yfir. vísir/Hulda Margrét

Lesendur Vísis geta fylgst með því í beinni útsendingu hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Dregið er í dag.

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn en hér er hægt að lesa nánar um fyrirkomulagið í drættinum. Styrkleikaflokkana má sjá hér að neðan en dregið verður í tólf fjögurra eða fimm liða riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti í umspil.

Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða riðli vegna Þjóðadeildarumspils í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli.

Útsending frá drættinum hefst klukkan 11 í spilaranum hér að neðan:

Allt bendir til þess að mótherjar Íslands í undankeppninni spili á nýjum Laugardalsvelli með blönduðu grasi. Þar standa framkvæmdir yfir sem á að ljúka í vor. Ef Ísland spilar í fimm liða riðli hefst undankeppni liðsins í júní, en annars í september.

Ljóst er að Ísland mætir í undankeppnina með nýjan landsliðsþjálfara því Åge Hareide er hættur. Nýr þjálfari mun hins vegar byrja á að stýra Íslandi í leikjum við Kósovó, í Þjóðadeildarumspilinu í mars.

Það að Þjóðadeildinni sé ekki lokið flækir undankeppni HM talsvert, bæði vegna umspila og vegna 8-liða úrslitanna. Sigurliðin í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar fara í fjögurra liða riðla en tapliðin í fimm liða riðla, og því verður ekki ljóst nákvæmlega í hvaða riðlum þessar átta þjóðir lenda fyrr en í lok mars.

Styrkleikaflokkarnir

Styrkleikaflokkur 1

  • Sigurlið Frakkland-Króatía
  • Sigurlið Spánn-Holland
  • Sigurlið Portúgal-Danmörk
  • Sigurlið Ítalía-Þýskaland
  • Taplið Frakkland-Króatía
  • Taplið Spánn-Holland
  • Taplið Portúgal-Danmörk
  • Taplið Ítalía-Þýskaland
  • Belgía
  • Austurríki
  • England
  • Sviss

Styrkleikaflokkur 2

  • Úkraína
  • Svíþjóð
  • Tyrkland
  • Wales
  • Ungverjaland
  • Serbía
  • Pólland
  • Rúmenía
  • Grikkland
  • Slóvakía
  • Tékkland
  • Noregur

Styrkleikaflokkur 3

  • Skotland
  • Slóvenía
  • Írland
  • Albanía
  • Norður-Makedónía
  • Georgía
  • Finnland
  • Ísland
  • Norður-Írland
  • Svartfjallaland
  • Bosnía
  • Ísrael

Styrkleikaflokkur 4

  • Búlgaría
  • Lúxemborg
  • Hvíta-Rússland
  • Kovósó
  • Armenía
  • Kasakstan
  • Aserbaídsjan
  • Eistland
  • Kýpur
  • Færeyjar
  • Lettland
  • Litháen

Styrkleikaflokkur 5

  • Moldóva
  • Malta
  • Andorra
  • Gíbraltar
  • Liechtenstein
  • San Marínó

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×