Fótbolti

Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tæki­færi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
André Onana slapp með skrekkinn í Plzen í gær.
André Onana slapp með skrekkinn í Plzen í gær. getty/ Lukas Kabon

Þjálfari Viktoria Plzen skipaði sínum mönnum að skjóta á markið við hvert tækifæri gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gær.

André Onana, markvörður United, gerði sig sekan um slæm mistök í markinu sem Matej Vydra skoraði fyrir Plzen. Eftir leikinn viðurkenndi Miroslav Koubek, þjálfari liðsins, að hann hefði sagt sínum mönnum að láta reyna á Onana eins oft og mögulegt var.

„Það er planið okkar. Ég sagði þeim að skjóta á markið við hvert tækifæri,“ sagði Koubek.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 48. mínútu kom Vydra Plzen yfir eftir að Pavel Sulc komst inn í sendingu Onanas frá marki. Rasmus Højlund kom United hins vegar til bjargar en hann skoraði tvö mörk sem dugðu Rauðu djöflunum til sigurs í Tékklandi.

Onana hefur spilað vel fyrir United í vetur en hefur gert sig sekan um slæm mistök í síðustu tveimur leikjum liðsins. Á laugardaginn fékk hann á sig tvö neyðarleg mörk þegar United laut í lægra haldi fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni.

Næsti leikur United er borgarslagur gegn Manchester City á Etihad á sunnudaginn. Strákarnir hans Rubens Amorim eru í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir fimmtán leiki.


Tengdar fréttir

Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, sá ekkert neikvætt við það að leikmenn hans rifust eftir 2-1 útisigur United á Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×