Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 12:54 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Hún tók við sem formaður þegar ljóst var að Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formaður yrði þingmaður. Vísir/Vilhelm Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær. Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Sjá meira
Í tilkynningu stjórnar VR segir að SVEIT hafi stofnað svokallað gult stéttarfélag sem kallist Virðing og hafi svo útbúið kjarasamning sem feli í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. „Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda,“ segir í tilkynningu VR. Þar tekur stjórnin heilshugar undir gagnrýni annarra stéttarfélaga á SVEIT og segir Virðingu beina spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu. Það er erlendu og ungu launafólki, og þeim sem síður þekkja rétt sinn á vinnumarkaði. Hvetja fólk til að hafa samband Stjórnin hvetur félagsfólk sitt til að hafa samband ef atvinnurekandi þeirra fer þess á leit við þau að þau gangi í Virðingu eða vinni eftir kjarasamningi félagsins. „Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn,“ segir í tilkynningu VR og er vísað í umfjöllun á vef Eflingar og ASÍ því til stuðnings. Þá segir að lokum að framkoma Virðingar og SVEIT sé að mati stjórnar VR „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu.“ Stjórnin
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Tengdar fréttir Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02 Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Sjá meira
Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Fimmtungur meðlima samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hefur sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar segir aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. 11. desember 2024 13:02
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46