Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 12:03 Steinunn Þórðardóttir, formaðru Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina. Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Sjá meira