Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Arnar Skúli Atlason skrifar 12. desember 2024 22:15 ÍR-Tindastóll, karfa , bónusdeildin, körfubolti vísir/Anton Tindastóll tapaði tvisvar fyrir Keflavík með nokkra daga millibili á síðustu dögum en það gekk miklu betur hjá þeim á móti hinu Reykjanesbæjarliðinu í kvöld. Tindastóll vann átján stiga sigur á spútnikliði Njarðvíkur sem var skotið niður á jörðina í þessum leik. Stólarnir voru frábærir og sýndu að þetta var ekki þeirra rétta andlit í leikjunum tveimur í Keflavík. Tindastóll vann Njarðvík 94-76 í Bónus deildinni í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll léku án Adomas Drungilas sem var í leikbanni og Sadio Doucoure sem glímdi við meiðsli. Njarðvík voru án Dwayne Lautier-Ogunleye sem fór í aðgerð á hendi. Það voru gestirnir í Njarðvík sem byrjuðu betur í í kvöld og leiddu í upphafi fyrsta leikhluta en Tindastóll herti vörnina og stoppuðu í götin. Arnar Björnsson keyrði Tindastóls lestina áfram sóknarlega í leik hlutanum en eftir hann leiddu Tindastóll 28-16. Svipað var upp á teningum í öðrum leikhluta Tindastóll hélt áfram að slíta sig frá Njarðvík og voru að hitta vel en Njarðvíkingar voru heillum horfnir, Tindastóll kom þessu mest upp í 22 stiga mun í fyrri hálfleik en Njarðvík beit frá sér og minnkuðu muninn í 14 stig áður en hálf leikurinn var úti staðan í hálfleik var 47-33. Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik þrátt fyrir að Njarðvík hafi byrjað betur í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 4 stig fjórðungsins. Þá kom sprettur frá Tindastóll sem kom þessu upp í 20 stiga mun og sá munur hélst út leikinn. Njarðvík reyndi að koma til baka en alltaf ef þeir skoruðu 2-3 körfur kom alltaf svar frá Tindastól. Leiknum lauk sem fyrr segir með öruggum sigri heimamanna 94-76 Atvikið Tindastóll kláraði leikinn í lok þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu tíu stig í röð og gengu frá seinasta áhlaupi Njarðvíkinga Stjörnur Tindastóls liðið allt var frábært í kvöld og fengu framlag frá öllum bæði sóknar og varnarlega. Dedrick Basile fór fremstur í flokki sóknarlega með sín 23 stig og hann skoraði þegar liðið vantaði stig en hélt sér til hlés þess á milli. Hjá Njarðvík var Evans Raven Ganapamo frábær og var eini leikmaðurinn gat sært lið Tindastóls sóknarlega. Skúrkar Restin af liðið Njarðvíkur hefur átt betri dag, þeir urðu litlir þegar Tindastóll tóku á móti þeim og hvorki spiluðu þeir sókn eða vörn löngu köflum í leiknum. Stemning og umgjörð Það var gaman í Síkinu í kvöld, Stuðningsmannasveitin Grettir skemmti sér og öðrum. Allt upp á 10 í dag. Dómarar Kristinn Óskarsson og hans teymi átti betri dag en seinast þegar þeir komu á krókinn, þetta var ekki samt erfiður leikur að dæma og þeir komust vel frá þessu í dag. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Benedikt: Ánægður með hjartað í liðinu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls, var að vonum kátur eftir sigur liðsins í kvöld. „Virkilega ánægður frábær liðs frammistaða. Strákarnir stigu upp og náðu að gera þetta leik á fullum velli sem við urðum að gera. Við vorum í vandræðum þegar við vorum að slást við þá á hálfum vell, ánægður með hjartað í liðinu,“ sagði Benedikt. Benedikt var sáttur með hvað liðið var heilsteypt allan leikinn og hvernig þeir stýrðu umferðinni? „Svona 80 prósent en auðvitað voru slæmir kaflar eins og eru í öllum leikjum, við erum hrikalega litlir og ég held ég hafi aldrei teflt fram jafn lágvöxnu eins og í þessum leik í kvöld,“ sagði Benedikt. „Við þurftum að finna einhverjar leiðir, til að sprengja leikinn upp og gera þetta run and gun þegar það tókst þá vorum við flottir. Þeim tókst að stjórna einhverjum mínútum líka og þá voru þeir að koma til baka. Þetta var svolítið baráttan um að stjórna tempóinu og leiknum. Þeir eru með nýjan mann sem við þekktum illa og hann skoraði 27 stig en við munum kunna betur á hann þá,“ sagði Benedikt. Valur bíður í lokaleiknum hjá Stólunum fyrir jól. Adomas Drungilas verður þá kominn aftur en Sadio Doucoure verður sennilega ekki með. „Drungilas kemur aftur og er búinn að taka út sitt bann en ég efa að Sadio verður eitthvað tilbúinn fyrir næsta leik. Við þurfum bara að grinda í gegnum þennan desember mánuð. Við erum búinn að vera í meiðslum veikindum og bönnum, en menn hafa verið að gefa sig í verkefnið engu að síður. Sadio var að skjóta með vinstri í seinasta leik, Pétur er á tvöföldum ökkla, Raggi búinn að vera veikur en spilar samt. Við notum þetta ekki sem afsakanir en þegar menn gefa sér í verkefnið verðum við að hrósa þeim og þeir eiga risa hrós skilið og hjartað í þeim er risastórt,“ sagði Benedikt. Rúnar Ingi Erlingsson á hliðarlínunni.Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi: Við féllum á prófinu þar Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Vonbrigði. Tindastóls liðið tekur okkur á eigin bragði við getum orðað það þannig,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík byrjaði betur í kvöld en fengu á sig áhlaup um miðjan fyrsta leikhlutann og náðu ekki að vinna muninn til baka. „Þetta er samspil margra þátta, en þessi andlegi þáttur sem þú getur stjórnað sjálfur, við féllum á prófinu þar. Við gerum ágætlega fyrstu fimm mínúturnar en um leið og við vissum að Tindastóls lið kæmi út með mikla orku og þurftu að vinna bara inn fyrir öllu sem þeir fengu og þeir gjörsamlega gerðu það, ég gef þeim ótrúlega mikið kredit fyrir það,“ sagði Rúnar. „Orkan sem til dæmis Davis Geks setur hérna á varnarvelli er til fyrirmyndar um leið og um leið við gerðum mistök sóknarlega refsuðu þeir. Þeir fá sjálfstraust og stúkan kemur með og þar er veikleikinn okkar. Við náum ekki að bregðast nógu vel við og halda áfram skipulaginu okkar og vera við stjórnina og stjórna því sem er í gangi á vellinum og hleypum því upp. Við vorum alltaf að hóta endurkomu en þá komu eitt tvö léleg skot og Tindastóll liðið refsar okkar ítrekað. Leikurinn fer svolítið þarna í fyrsta leikhluta og svo að ná ekki stöðugleika í framkvæmdinni á sóknarvelli sem er að skila auðveldum körfum fyrir Tindastól,“ sagði Rúnar. Rúnar er ágætlega sáttur með hvar liðið stendur núna á þessum tímapunkti í mótinu en það er svigrúm til bætingar til að ná þessum bestu liðum. „Miðað við skakkaföll og svoleiðis, jájá, við höfum sýnt virkilega flottar frammistöðu inn á milli, en dottið niður og okkar stjórn sem er að valda því að við séum að tapa leikjum. Við þurfum að finna lausn á því ef við ætlum að vera með þessum toppliðum,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Tindastóll tapaði tvisvar fyrir Keflavík með nokkra daga millibili á síðustu dögum en það gekk miklu betur hjá þeim á móti hinu Reykjanesbæjarliðinu í kvöld. Tindastóll vann átján stiga sigur á spútnikliði Njarðvíkur sem var skotið niður á jörðina í þessum leik. Stólarnir voru frábærir og sýndu að þetta var ekki þeirra rétta andlit í leikjunum tveimur í Keflavík. Tindastóll vann Njarðvík 94-76 í Bónus deildinni í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll léku án Adomas Drungilas sem var í leikbanni og Sadio Doucoure sem glímdi við meiðsli. Njarðvík voru án Dwayne Lautier-Ogunleye sem fór í aðgerð á hendi. Það voru gestirnir í Njarðvík sem byrjuðu betur í í kvöld og leiddu í upphafi fyrsta leikhluta en Tindastóll herti vörnina og stoppuðu í götin. Arnar Björnsson keyrði Tindastóls lestina áfram sóknarlega í leik hlutanum en eftir hann leiddu Tindastóll 28-16. Svipað var upp á teningum í öðrum leikhluta Tindastóll hélt áfram að slíta sig frá Njarðvík og voru að hitta vel en Njarðvíkingar voru heillum horfnir, Tindastóll kom þessu mest upp í 22 stiga mun í fyrri hálfleik en Njarðvík beit frá sér og minnkuðu muninn í 14 stig áður en hálf leikurinn var úti staðan í hálfleik var 47-33. Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik þrátt fyrir að Njarðvík hafi byrjað betur í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 4 stig fjórðungsins. Þá kom sprettur frá Tindastóll sem kom þessu upp í 20 stiga mun og sá munur hélst út leikinn. Njarðvík reyndi að koma til baka en alltaf ef þeir skoruðu 2-3 körfur kom alltaf svar frá Tindastól. Leiknum lauk sem fyrr segir með öruggum sigri heimamanna 94-76 Atvikið Tindastóll kláraði leikinn í lok þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu tíu stig í röð og gengu frá seinasta áhlaupi Njarðvíkinga Stjörnur Tindastóls liðið allt var frábært í kvöld og fengu framlag frá öllum bæði sóknar og varnarlega. Dedrick Basile fór fremstur í flokki sóknarlega með sín 23 stig og hann skoraði þegar liðið vantaði stig en hélt sér til hlés þess á milli. Hjá Njarðvík var Evans Raven Ganapamo frábær og var eini leikmaðurinn gat sært lið Tindastóls sóknarlega. Skúrkar Restin af liðið Njarðvíkur hefur átt betri dag, þeir urðu litlir þegar Tindastóll tóku á móti þeim og hvorki spiluðu þeir sókn eða vörn löngu köflum í leiknum. Stemning og umgjörð Það var gaman í Síkinu í kvöld, Stuðningsmannasveitin Grettir skemmti sér og öðrum. Allt upp á 10 í dag. Dómarar Kristinn Óskarsson og hans teymi átti betri dag en seinast þegar þeir komu á krókinn, þetta var ekki samt erfiður leikur að dæma og þeir komust vel frá þessu í dag. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Benedikt: Ánægður með hjartað í liðinu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls, var að vonum kátur eftir sigur liðsins í kvöld. „Virkilega ánægður frábær liðs frammistaða. Strákarnir stigu upp og náðu að gera þetta leik á fullum velli sem við urðum að gera. Við vorum í vandræðum þegar við vorum að slást við þá á hálfum vell, ánægður með hjartað í liðinu,“ sagði Benedikt. Benedikt var sáttur með hvað liðið var heilsteypt allan leikinn og hvernig þeir stýrðu umferðinni? „Svona 80 prósent en auðvitað voru slæmir kaflar eins og eru í öllum leikjum, við erum hrikalega litlir og ég held ég hafi aldrei teflt fram jafn lágvöxnu eins og í þessum leik í kvöld,“ sagði Benedikt. „Við þurftum að finna einhverjar leiðir, til að sprengja leikinn upp og gera þetta run and gun þegar það tókst þá vorum við flottir. Þeim tókst að stjórna einhverjum mínútum líka og þá voru þeir að koma til baka. Þetta var svolítið baráttan um að stjórna tempóinu og leiknum. Þeir eru með nýjan mann sem við þekktum illa og hann skoraði 27 stig en við munum kunna betur á hann þá,“ sagði Benedikt. Valur bíður í lokaleiknum hjá Stólunum fyrir jól. Adomas Drungilas verður þá kominn aftur en Sadio Doucoure verður sennilega ekki með. „Drungilas kemur aftur og er búinn að taka út sitt bann en ég efa að Sadio verður eitthvað tilbúinn fyrir næsta leik. Við þurfum bara að grinda í gegnum þennan desember mánuð. Við erum búinn að vera í meiðslum veikindum og bönnum, en menn hafa verið að gefa sig í verkefnið engu að síður. Sadio var að skjóta með vinstri í seinasta leik, Pétur er á tvöföldum ökkla, Raggi búinn að vera veikur en spilar samt. Við notum þetta ekki sem afsakanir en þegar menn gefa sér í verkefnið verðum við að hrósa þeim og þeir eiga risa hrós skilið og hjartað í þeim er risastórt,“ sagði Benedikt. Rúnar Ingi Erlingsson á hliðarlínunni.Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi: Við féllum á prófinu þar Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Vonbrigði. Tindastóls liðið tekur okkur á eigin bragði við getum orðað það þannig,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík byrjaði betur í kvöld en fengu á sig áhlaup um miðjan fyrsta leikhlutann og náðu ekki að vinna muninn til baka. „Þetta er samspil margra þátta, en þessi andlegi þáttur sem þú getur stjórnað sjálfur, við féllum á prófinu þar. Við gerum ágætlega fyrstu fimm mínúturnar en um leið og við vissum að Tindastóls lið kæmi út með mikla orku og þurftu að vinna bara inn fyrir öllu sem þeir fengu og þeir gjörsamlega gerðu það, ég gef þeim ótrúlega mikið kredit fyrir það,“ sagði Rúnar. „Orkan sem til dæmis Davis Geks setur hérna á varnarvelli er til fyrirmyndar um leið og um leið við gerðum mistök sóknarlega refsuðu þeir. Þeir fá sjálfstraust og stúkan kemur með og þar er veikleikinn okkar. Við náum ekki að bregðast nógu vel við og halda áfram skipulaginu okkar og vera við stjórnina og stjórna því sem er í gangi á vellinum og hleypum því upp. Við vorum alltaf að hóta endurkomu en þá komu eitt tvö léleg skot og Tindastóll liðið refsar okkar ítrekað. Leikurinn fer svolítið þarna í fyrsta leikhluta og svo að ná ekki stöðugleika í framkvæmdinni á sóknarvelli sem er að skila auðveldum körfum fyrir Tindastól,“ sagði Rúnar. Rúnar er ágætlega sáttur með hvar liðið stendur núna á þessum tímapunkti í mótinu en það er svigrúm til bætingar til að ná þessum bestu liðum. „Miðað við skakkaföll og svoleiðis, jájá, við höfum sýnt virkilega flottar frammistöðu inn á milli, en dottið niður og okkar stjórn sem er að valda því að við séum að tapa leikjum. Við þurfum að finna lausn á því ef við ætlum að vera með þessum toppliðum,“ sagði Rúnar.