Innlent

Þau vilja taka við af Helga Gríms­syni

Atli Ísleifsson skrifar
Jódís Skúladóttir, Helgi Grímsson og Nichole Leigh Mosty.
Jódís Skúladóttir, Helgi Grímsson og Nichole Leigh Mosty.

Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. 

Á vef borgarinnar hefur nú verið birtur listi yfir þá sem sóttu um stöðuna, en í hópi þeirra eru tveir fyrrverandi þingmenn, Jódís Skúladóttir sem sat á þingi fyrir Vinstri græn á nýliðnu kjörtímabili og Nichole Leigh Mosty sem sat á þingi fyrir Bjarta framtíð á árunum 2016 til 2017. Einnig er að finna Stein Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Hildi Elínu Vigni, framkvæmdastjóra Iðunar fræðsluseturs, og Arndísi Steinþórsdóttur, skrifstofustjóri grunnskólastarfs hjá borginni.

Fram kemur að fjórir umsækjendur hafi dregið umsóknir sínar til baka, en .Intellecta hefur umsjón með ráðningunni og hæfisnefnd hefur verið skipuð. 

Umsækjendur eru:

  • Arndís Steinþórsdóttir - Skrifstofustjóri
  • Atli Arason - Verkefnastjóri
  • Fannar Karvel - Framkvæmdastjóri
  • Fizra Sattar - Kennari
  • Guðlaug Erla Gunnarsdóttir - Skólastjóri
  • Guðrún Björk Freysteinsdóttir - Deildarstjóri og staðgengill fagstjóra
  • Gunnar Þorri Þorleifsson - Kennari
  • Hildur Elín Vignir - Framkvæmdastjóri
  • Hjördís Kristinsdóttir - Framkvæmdastjóri
  • Joshua Fadaely-Sidhu - Rannsakandi í íþróttafræði
  • Jódís Skúladóttir - Fyrrverandi þingmaður
  • Nichole Leigh Mosty - Sérfræðingur með áherslu á verkefnastjórnun
  • Ólafía María Gunnarsdóttir - Deildarstjóri
  • Rúnar Sigríksson - Skólastjóri
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir - Viðskiptalögfræðingur
  • Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir – Skólastjóri
  • Steinn Jóhannsson – Rektor
  • Xheida Gjata - Félagsráðgjafi

Tengdar fréttir

Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið

Helga Grímsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu ár, hefur beðst lausnar frá starfi og mun tímabundið færa sig yfir í mennta- og barnamálaráðuneytið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×