Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 11:17 Atli og Pétur fóru yfir stríðið í súkkulaðiheiminum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01