Körfubolti

Öruggur sigur hjá Haukum sem halda á­fram í átta liða úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Einbeitingarsvipur á Ingu Leu Ingadóttur, sem skoraði þrjú stig af bekknum í dag. 
Einbeitingarsvipur á Ingu Leu Ingadóttur, sem skoraði þrjú stig af bekknum í dag.  vísir/Diego

Haukar urðu síðasta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, með öruggum 88-66 sigri gegn Val á Hlíðarenda.

Haukar eru topplið úrvalsdeildarinnar og búa yfir ógnarsterku liði sem sýndi mátt sinn í dag gegn Valsliði sem hefur átt erfitt uppdráttar hingað til á tímabilinu og er í næstneðsta sæti deildarkeppninnar.

Engir bikartöfrar svifu yfir Hlíðarenda og sigur Hauka var aldrei í hættu.

Allir leikmenn Hauka fengu að spila í leiknum en Lore Davos var stigahæst hjá þeim með 26 stig. Þóra Kristín Jónsdóttir stýrði spilinu og gaf heilar 13 stoðsendingar.

Ásamt Haukum komust Njarðvík, Grindavík, Tindastóll, Ármann, Stjarnan, Þór Ak. og Hamar/Þór áfram í átta liða úrslit. Dregið verður um andstæðinga þann 12. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×