Formúla 1

Lítill Verstappen á leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Max Verstappen og Kelly Piquet eru mjög lukkuleg þessa dagana. Hann orðinn enn einu sinni heimsmeistari og þau eiga von á sínu fyrsta barni.
Max Verstappen og Kelly Piquet eru mjög lukkuleg þessa dagana. Hann orðinn enn einu sinni heimsmeistari og þau eiga von á sínu fyrsta barni. @maxverstappen1

Max Verstappen, heimsmeistarinn í formúlu 1, er að verða faðir. Hann tryggði sér á dögunum fjórða heimsmeistaratitilinn í röð og tilkynnti síðan um barnalán sitt í dag.

Hinn 27 ára gamli Verstappen og 35 ára kærasta hans, Kelly Piquet, eiga von á barni saman.

Þetta kom fram í samfélagsmiðlafærslu frá parinu.

„Lítill Verstappen-Piquet á leiðinni. Við gætum ekki verið hamingjusamari með þetta litla kraftaverk,“ skrifuðu þau.

Þetta er fyrsta barn Verstappen en þó ekki fyrsta barn Kelly Piquet. Árið 2019 eignaðist hún dóttur með fyrrum formúlu 1 ökumanninum Daniil Kvyat.

Verstappen og Piquet urðu par árið 2021. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn sama ár.

Lokakeppni formúlu 1 tímabilsins fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×