Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Í dag eru þær Kristín og Sigrún orðnar perluvinkonur. Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir, en eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið hefur sinnt af alúð í aldarfjórðung er svokallað Heimsóknavinaverkefni, en þar taka sjálfboðaliðar að sér að heimsækja fólk sem er í þörf fyrir félagsskap, nærveru og hlýju. Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Þær Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Sigrún Pálmadóttir hafa hist vikulega í klukkutíma í senn frá því í byrjun þessa árs. Kristín sem heimsóknavinur og Sigrún sem gestgjafi. Þannig vill þó til að þær þekkja það báðar að vera sjálfboðaliða megin í verkefninu ef svo má segja, enda byrjaði Sigrún sem slíkur. „Ég hafði alltaf verið heimsóknarvinur en lendi síðan í miklu álagi, áföllum og veseni. Guðrún hjá Rauða krossinum var svo almennileg að bjóða mér heimsókn til að létta á mér og tala. Henni fannst ástæða til þess að ég fengi heimsókn í stað þess að ég væri heimsóknarvinur,“ segir Sigrún í Íslandi í dag á Stöð 2 vikunni og í kjölfarið var Kristín send heim til hennar. „Mér fannst það voðalega skemmtilegt enda er hún mjög hress og skemmtileg,“ segir Sigrún. Mikil aukning „Ég var búin að vita af þessu prógrammi mjög lengi og hafði hugsað mér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Síðan deyr mamma mín í fyrra 98 ára gömul og ég hafði sinnt henni svolítið. Þá hugsaði ég að núna væri kominn tími til að skrá sig hjá Rauða krossinum og athugað hvort þeir gætu notað krafta mína sem heimsóknarvin,“ segir Kristín. Aldursbilið er ekki síður breitt meðal svokallaðra gestgjafa, þeirra sem óska eftir heimsóknum. Þar er sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára. Aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins hefur aukist mikið að undanförnu en auk heimsóknavina er boðið upp á símavini sem slá á þráðinn, gönguvini sem fara í göngutúra, heimsóknavinir með hunda og nýjasta viðbótin eru tónlistarvinir. Um 200 einstaklingar fá heimsóknir eða símtöl frá vinum á vegum Rauða krossins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Félagasamtök Ástin og lífið Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira