„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Arnar Pétursson segir spennu fyrir leik dagsins. Íslenska liðið geti búist við miklum hlaupum gegn hollensku liði sem keyrir hraðann upp. EPA-EFE/Beate Oma Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. „Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
„Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti