Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:50 Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun