Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2024 16:30 Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Umferð Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun