Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 20:01 Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun