Atvinnulíf

Á­hrif kosninga á starfs­fólk og vinnu­staði í næstu viku

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Hverjir eru á leið á þing? Þótt niðurstöður muni liggja fyrir um helgina, þurfa vinnuveitendur að gera ráð fyrir að áhrif kosninganna muni vara lengur. Þótt starfsfólk sé ánægt með niðurstöðurnar. Kosningaspenna getur til dæmis haft áhrif á framleiðni og starfsanda og truflað teymisvinnu. 
Hverjir eru á leið á þing? Þótt niðurstöður muni liggja fyrir um helgina, þurfa vinnuveitendur að gera ráð fyrir að áhrif kosninganna muni vara lengur. Þótt starfsfólk sé ánægt með niðurstöðurnar. Kosningaspenna getur til dæmis haft áhrif á framleiðni og starfsanda og truflað teymisvinnu.  Vísir/Vilhelm

Stóri dagurinn á morgun og það eru ekki bara pólitíkusarnir sjálfir sem nú eru að keyra á adrenilíntönkunum, heldur margt fólk líka

Því já, kosningar hafa áhrif á fólk og samkvæmt rannsóknum, þá eru þau áhrif líkleg til að sýna sig í vinnu og afköstum.

Ekki aðeins í dag eða fyrir kosningar. Heldur einnig fyrstu dagana eftir að niðurstöður liggja fyrir.

Vinnuveitendur þurfa að átta sig á því að kosningastreita getur haft áhrif á framleiðni og starfsanda. 

Áhyggjufullir starfsmenn eru minni árangursríkir og langvarandi streita getur leitt til kulnunar. 

Auk þess getur pólitísk spenna truflað teymisvinnu,“

er haft eftir meðferðaraðila í grein sem birt er á vefsíðu mannauðsamtakana Society for Human Resource Management (SHRM) en þau telja um 340 þúsund meðlimi í 180 löndum.

En þótt niðurstöður muni liggja fyrir um helgina, segja sérfræðingar SHRM að vinnustaðir þurfi að búast við því að kosningaáhrifin hafi áhrif á starfsfólk í einhverja daga á eftir; jafnvel vikur eða mánuði.

Það skýrist einfaldlega af því hversu margir upplifa einhvers konar kosningaspennu í aðdraganda kosninga.

„Í ljósi þess hversu margir upplifa kosningaspennu er líklegt að jafnvel fyrir þá einstaklinga sem verða ánægðir með niðurstöðurnar, hverfi spennan ekki alveg,“ er haft eftir öðrum sérfræðingi í umræddri grein.

Til að setja þessi áhrif í samhengi við hversu margir eru líklegir til að upplifa kosningaspennu eða áhrif frá henni, má nefna að samkvæmt niðurstöðum rannsókna LifeStance Health, sem SHRM vitnar í, upplifðu 79% Bandaríkjamanna spennu í aðdraganda forsetakosninganna þar fyrr í mánuðinum og 21% aðspurðra upplifðu einfaldlega mikinn kvíða vegna þeirra.

Þá sögðust 57% aðspurðra hugsuðu um kosningarnar daglega og ríflega 31% oft á dag.


Tengdar fréttir

Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans

„Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf.

„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“

„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×