Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 26. nóvember 2024 07:22 Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar