Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar 25. nóvember 2024 06:34 Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun