Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 16:31 Ellert Jón Björnsson. Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar. Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar.
Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira