Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun. Vanmat á menntun mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör og velferð Á undanförnum árum hefur arðsemi háskólamenntunar á Íslandi verið mun minni en á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2022, sem unnin var fyrir BHM, er arðsemi háskólamenntunar hérlendis um 40% minni en að meðaltali innan OECD. Staðreyndin er sú að laun háskólamenntaðra hafa staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu á þessari öld, á meðan kaupmáttur launa almennt hefur aukist um og yfir 60%. Þetta vanmat hefur leitt til þess að ungt fólk sækir síður í háskólanám á Íslandi, sem getur haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar, lífskjör og velferð til lengri tíma. Réttmætt mat á háskólamenntun er allra hagur Það er mikilvægt að átta sig á því að réttmætt mat á háskólamenntun til launa kemur ekki niður á öðru launafólki. Það er vel hægt að meta háskólamenntun að verðleikum og á sama tíma standa vörð um og bæta kjör láglaunafólks. Skilyrðislaus og aukinn jöfnuður tryggir ekki einn og sér aukna velferð - þvert á móti gæti sanngjarnara mat á menntun leitt til aukinnar verðmætasköpunar og bættrar velferðar fyrir samfélagið allt. Munum menntunina við kjörkassann Menntun, þekking og nýsköpun eru helsta undirstaða hagsældar á Vesturlöndum. Með því að skapa hvata fyrir einstaklinga á Íslandi til að hámarka hæfileika sína, hvort sem er með háskólanámi eða iðnnámi, stuðlum við að nýsköpun, framþróun og aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar við göngum að kjörborðinu í næstu viku skulum við hafa mikilvægi háskólamenntunar í huga. Það eru samfélagsleg gæði fólgin í því að ungt fólk horfi jákvæðum augum til þess að afla sér menntunar. Það ýtir undir velferð, eykur hagsæld og styður við efnahagslegan stöðugleika. Slík viðhorf eru til hagsbóta fyrir okkur öll, hvar sem við erum í tekjustiganum. Höfundur er formaður BHM.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun