Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mannréttindi Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun