Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir og Edda Sigfúsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 08:30 Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sjúkratryggingar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu. Sálfræðingar til framtíðar innan stofnana geðheilbrigðiskerfisins Við þekkjum það báðar að hafa starfað víðsvegar sem sálfræðingar. Við höfum meðal annars starfað í fyrstu línu á heilsugæslum, í annarri línu á stofum sálfræðinga og í þriðju línu á Landspítala. Kjör sálfræðinga sem starfa í þriðju línu þar sem mesta þjónustuþörfin er eru þau slökustu. Það er sorgleg staðreynd að margir hæfir sálfræðingar hefja starfsferil sinn á opinberum stofnunum, fá mikla þjálfun og reynslu en leita svo í önnur störf innan nokkurra ára. Þannig tapast þau verðmæti sem skapast hafa í uppbyggingu á mannauði geðheilbrigðiskerfisins. Tryggja þarf að launakjör sálfræðinga séu með þeim hætti að góðir sálfræðingar geti starfað til framtíðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig skapast mesta arðsemin, besta nýtingin á skattfé almennings auk þess sem gæði og öryggi þjónustunnar eru betur tryggð. Samningur Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga Árið 2020 náðist það langþráða markmið að Alþingi samþykkti niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Það var sýnd veiði en ekki gefin því rammasamningur um þjónustuna uppfyllti ekki þarfir eða væntingar sálfræðinga. Hvorki nægt fjármagn eða uppbygging þess kerfis sem þarf samhliða fylgdi þessari mikilvægu breytingu. Við bindum vonir við að samtal eigi sér stað við Sjúkratryggingar og unnið sé hörðum höndum að því að færa þetta til betri vegar. Samningurinn þarf að ná þeim markmiðum að sálfræðingar sjái sér fært að starfa á honum og hann veiti almenningi raunverulega aukið aðgengi að þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Almenningur tapar Við viljum að geðheilbrigðiskerfið sé þannig smíðað að almenningur fái bestu mögulegu meðferð, á réttum stað og réttum tíma. Til þess að tryggja það þarf breytingar. Launakjör sálfræðinga þurfa að vera þannig að sálfræðingar geti vaxið og dafnað í sínum störfum til framtíðar. Taxti niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að reka fyrirtæki sem veita sálfræðiþjónustu með eðlilegum hætti. Við hvetjum stjórnvöld til að fylgja þessum málum eftir. Ráðast þarf í þessa löngu tímabæru og nauðsynlegu fjárfestingu sem mun skila sér til baka í ríkissjóð. Þannig vinnum við að bættri heilsu og hagsmunum fjölskyldna í landinu. Sé það ekki gert, er það almenningur sem tapar því niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga sem geta veitt hana er engin sálfræðiþjónusta. Höfundar starfa sem sálfræðingar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun