Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um fasteignir í Grindavík á meðan jarðhræringar gera íbúum ókleift að búa í þeim. Vísir/Vilhelm Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána. Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána.
Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira