Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:17 Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun