Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2024 08:01 Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin segir það alveg þekkt að hjón á áttræðisaldri komi í para- og hjónaráðgjöf, þegar staðan er orðin þannig að það er komið á þann stað að þola ekki maka sinn en elska hann samt. Vísir/Arnar Halldórsson „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. Sem dæmi um í hvaða stöðu hjón og pör geta verið í á efri árunum, hafi ekki verið leyst úr ágreiningi með góðum samskiptum í gegnum tíðina. Það er alveg þekkt hjá okkur að vera með fólk í hjóna- og pararáðgjöf sem er kannski búið að vera gift í fimmtíu ár en er nánast komið á þann stað að þola ekki maka sinn, en elska hann samt.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um algeng vandamál í para- og hjónaböndum fólks sem er fimmtugt og eldra og fá nokkur góð ráð. Algeng vandamál 50+ hjóna Íris Eik er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur að mennt, útskrifuð frá Háskóla Íslands, auk þess að vera sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum og með meistaragráðu í réttarfélagsráðgjöf frá HÍ og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu. Hjá Samskiptastöðinni vinna ýmsir sálfræðingar, fjölskyldufræðingar og aðrir sérfræðingar sem sérhæfa sig í málefnum einstaklinga, fjölskyldna og para. Íris segir eðlilegt að fólk glími við ýmsar áskoranir í parsambandi, þótt það sé búið að vera lengi saman. Þegar börnin eru flutt að heiman eða fólk hætt að vinna, geta til dæmis ýmiss mál komið upp. „Annar aðilinn í hjónabandinu vill kannski njóta lífsins í meira mæli, ferðast eða vera virkur í áhugamálum og félagslífi, á meðan hinum aðilanum finnst einfaldlega best að vera bara heima.“ Sem dæmi um algeng mál sem hjón og pör leita til Samskiptastöðvarinnar með, nefnir Íris eftirfarandi: Samskiptavandi Stjórnsemi maka Skortur á nánd og hlýju Kynlíf Trúnaðarbrestur Verkaskipting á heimilinu Áfengisvandi Afskiptasemi/leysi frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þegar fólk hættir að vinna getur það til dæmis verið mjög krefjandi fyrir pör að vera mikið saman. Að eiga erfitt með að vera mikið með maka sínum getur verið afar erfið staða að vera í og skapað mikla vanlíðan.“ Íris segir það krefjandi fyrir sum hjón þegar börnin eru flutt að heiman eða fólk hætt að vinna, að verja miklum tíma saman. Stundum séu sameiginleg áhugamál fá og fólk viti eiginlega ekki um hvað það á eiginlega að tala. Eðlilegt sé að fólk eldist á mismunandi hátt.Vísir/Arnar Halldórsson Dæmin eru alls konar Framtíðar- og lífsýn fólks getur líka verið afar ólík. „Öðrum aðilanum dreymir kannski um að kaupa hús á Spáni og verja hluta ársins þar. Á meðan hinn aðilinn getur einfaldlega ekki hugsað sér það.“ Við vitum að þrátt fyrir ofgnótt af afþreyingu hefur einmanaleiki aukist svo hratt í heiminum að Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hafa skilgreint hann sem heimsfarald. „Fólk getur verið einmanna þrátt fyrir að vera í parsambandi. Upplifir að makinn skilji sig ekki og heyri ekki í sér.“ Stundum finnst fólki það varla hafa um neitt að tala. Sum pör eru með fá eða engin sameiginleg áhugamál og jafnvel ólíkar lífsskoðanir, svo sem varðandi pólitík, trúmál og hvað er skemmtilegt að gera. Staðan getur því verið sú að fólk einfaldlega veit ekki um hvað það á að tala saman.“ Viðhorf og væntingar geta líka verið svo ólík. „Sumum langar kannski að makinn gefi þeim stundum einhverjar gjafir eða bjóði sér út að borða eða í bíó. Á meðan hinn aðilinn lítur á þess lags gjafakaup og deit sem ákveðna peningasóun.“ Þegar annar aðilinn hefur meira og minna séð um heimilið í gegnum árin en hinn aðilinn ætlar nú að fara að taka meira þátt í því eða stjórna, geta líka komið upp ágreiningsmál. „Þessi breyting getur farið óstjórnlega í taugarnar á þeim aðila sem hefur í mörg ár séð um hlutina og þá oft konan. Fólk er líka með ólíka lund og getur upplifað þessa breytingu sem stjórnsemi.“ Fjárhagurinn getur líka valdið togstreitu. „Þótt það létti á fjárhagnum hjá mörgum getur fólk haft afar ólíka sýn á því, hvernig það vill haga sínum fjármálum á efri árunum,“ segir Íris og bætir við: „Hjá sumum verður ákveðið bakslag í fjárhag þar sem algengt er að innkoman er minni. Það getur þá valdið kvíða og áhyggjum og aukið á togstreitu í parsambandinu.“ Íris segir það staðreynd að í sumum tilfellum sé hægt að tala um ágreiningsfælnar fjölskyldur. „Þá er dínamíkin kannski fyrir löngu orðin þannig að öllu er nánast sópað undir teppið frekar en að leysa úr ágreiningi. Á meðan aðrar fjölskyldur þekkja ekkert annað en að leysa úr ágreiningi þótt það geti verið erfitt, en síðan er það bara búið og lífið heldur áfram.“ Undirstaðan sé því sú að samskiptin þurfa að vera opin og hreinskiptin. Sem þó getur líka verið krefjandi. „Sumir vilja til dæmis ræða allt í þaula. Á meðan hinn aðilinn sér engan tilgang í því að ræða um alla skapaða hluti.“ Þarfir fólks séu líka mismunandi. „Of oft gerir fólk ráð fyrir að makinn viti hvað hinn vill. Og verður síðan vonsvikið yfir því að makinn sé ekki að mæta þeim þörfum.“ Gremjubankinn geti því stækkað vegna ýmissa mála. Það er samt ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar. Stundum þurfum við einfaldlega að horfast í augu við að í langtímasamböndum er eðlilegt að mistök hafi verið gerð.“ Heilsa og áhugamál getur líka verið afar mismunandi hjá hjónum. „Það sama má segja um þroskastigin sem við förum í gegnum. Það er ekkert sem segir að fólk sem hefur verið lengi saman eldist á sama hátt hvað varðar heilsu, áhugamál, lífsýn eða almennt í þroska.“ Það hvernig við eldumst getur líka verið ólíkt. Ekki aðeins hvað varðar heilsu eða útlit, heldur viðhorfi til lífsins, þarfa í kynlífi og svo framvegis. „En það er engin ástæða til annars en að hægt sé að njóta parsambandsins til fulls langt fram á efri ár, svo lengi sem heilsan er fyrir hendi,“ segir Íris og bætir við að það eigi einnig við um kynlíf hjóna. „Þótt fólk sé komið af sínu besta skeiði er engin ástæða til að njóta ekki kynlífs út ævina, því á hvaða æviskeiði sem er, eigum við að ræða við makann um langanir okkar og þrár.“ Þegar hjón og pör sem hafa verið saman í áratugi koma í ráðgjöf, er það oftast vegna þess að annar aðilinn vill það. Íris segir sína reynslu þó sú að strax í fyrsta tíma áttar hinn aðilinn sig á því að ráðgjafinn sem fólk hittir er ekki í liði með neinum nema parsambandinu sjálfu.Vísir/Arnar Halldórsson Góðu ráðin: „Ég þarf“ Íris segir eðlilegt að í langtímasamböndum, hafi ýmiss mistök verið gerð. „Því við erum öll mannleg.“ Það er ekki þar með sagt að gremjubankinn eigi að stækka. Frekar eigi að leggja áherslu á að efla samskiptin þannig að hjón eigi auðveldara með að ræða hlutina opinskátt en þó án þess að meiða hvort annað. „Þótt fólk sé komið á áttræðisaldur og hafi verið gift lengi, eru þetta mál sem eru þá rædd og metið hvaða bjargráð geta hjálpað.“ Oft haldi fólk líka að það sé búið að ræða hlutina nokkuð vel, en þegar á reynir, sé ekki svo. Þetta komi síðan í ljós þegar togstreita myndast vegna þess að fólk er ekki að upplifa efri árin á sama hátt. „Hvað þýðir það að njóta lífsins? Það sem öðrum finnst um það, er ekkert endilega það sama og makanum finnst en í hjóna- og pararáðgjöf eru málin rædd þannig að upplifun beggja koma fram og af hverju og reynt að finna út úr því hvar fólk getur þá mæst. Því það er alltaf hægt að finna einhverja sameiginlega fleti,“ segir Íris og bætir við: „Það þurfa líka allir að læra að stundum þarf að vera sammála um að vera ósammála um eitthvað og það er allt í lagi.“ Að samþykkja makann okkar eins og viðkomandi er, er síðan liður í góðu parsambandi. „Segjum til dæmis að annar aðilinn hafi áhuga á að rækta sambandið með því að fara reglulega á stefnumót eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Eða hafi rætt við maka sinn um að langa að sér sé komið stundum á óvart og svo framvegis. Síðan gerist ekki neitt. En kannski skýrist það einfaldlega af því að hinn aðilinn er ekkert góður í því að skipuleggja stefnumót eða láta sér detta í hug einhverjar sniðugar gjafir. Og þá er það bara allt í lagi líka. Því stundum þurfum við einfaldlega að brjóta odd af oflæti okkar, samþykkja makann okkar eins og hann er og ekki að gera kröfur um færni um að gera hitt og þetta, sem viðkomandi er einfaldlega ekkert góður í.“ Að gleðja maka sinn með þátttöku í áhugamálum eða að gera eitthvað saman, segir Íris að sé gagnlegt að sé til staðar í parsambandi. „Fólk þarf að mætast svolítið í því að vera forvitið um það hvað makanum finnst skemmtilegt að gera eða langar að gera. Þó án þess að það sé verið að þröngva makanum til að gera eitthvað.“ Að hafa mismunandi áhugamál getur líka verið af hinu góða. „Það er mjög jákvætt að leggja sig fram við að gera stundum eitthvað sem makinn hefur áhuga á að gera. Og líta á það sem hluta af því að rækta sambandi. En þetta þarf þá að vera á báða bóga.“ En hvað ef fólk einfaldlega hefur ekki sömu áhugamálin eða hefur mjög ólík áhugamál? „Það er í góðu lagi en þá er æskilegt að fólk einfaldlega ræði um það og leggi frekar áherslu á hvaða hlutir það eru sem fólki þó finnst gaman að gera saman og rækti það, óháð öðrum áhugamálum.“ Íris segir að þegar fólk er hætt að vinna og er mikið saman, geti það einmitt verið gott fyrir báða aðila að eiga sín eigin áhugamál líka þar sem viðkomandi fer og gerir eitthvað fyrir sig. „Þetta er sérstaklega mikilvægt ef fólk á ekki skap saman eða upplifur stundum of mikila samveru vera yfirþyrmandi.“ Að læra að segja Nei er líka atriði sem ömmur og afar eiga að læra. „Það getur alveg kallað á ákveðið hugrekki að segja stundum Nei við því að passa barnabörnin og þetta Nei getur reynst mörgum erfitt. En til þess að rækta parsambandið og tryggja að fólk sé að njóta lífsins sem mest, er mikilvægt að láta aldrei frá sér dagskrávald fyrir því hvernig maður vill skipuleggja daginn sinn yfir til barnanna og þeirra lífs eða skuldbindinga,“ segir Íris og bætir við: „Við verðum að læra að lifa lífinu út frá okkar löngunum.“ Að gera ekki ráð fyrir að makinn viti hvað maður hugsar, er lykilatriði en algeng gryfja. „Þess vegna er svo gott að umorða hlutina og segja við makann „Ég þarf“ frekar en að gera bara ráð fyrir að makinn viti hvað maður þarf eða verða pirraður yfir því að hinn sýni ekki lit.“ En ef fólk upplifir að það sé að leggja sig fram við að mæta makanum til dæmis með áhugamál, en upplifir sig ekki vera að fá það sama til baka? „Þetta geta verið dæmi um mál sem eru rædd í hjóna- og pararáðgjöf og þá er einfaldlega horft á það, hvernig hægt er að efla samskiptin þannig að þessi líðan sé ekki til staðar hjá öðrum aðilanum.“ Íris segir að of oft geri fólk ráð fyrir því að makinn viti hvað það vilji. Verði síðan svekkt þegar ekkert gerist eða breytist. Stundum sé því gott að umorða hlutina eða einfaldlega að sætta sig við að makinn hefur ekki ákveðna færni. Til dæmis ekki færni til að koma á óvart eða skipuleggja stefnumót.Vísir/Arnar Halldórsson Almennt komi fólk í tíma hjá ráðgjafa örar fyrst um sinn, síðan kannski á þriggja mánaða fresti, síðan líða sex mánuðir á milli og eftir það er staðan kannski tekin einu sinni á ári. „Bara til að efla sambandið og samskiptin enn frekar og taka stöðuna.“ Íris segir algengt að fólk komi í para- og hjónaráðgjöf vegna þess að annar aðilinn vill það. „Mín reynsla er samt sú að strax í fyrsta tíma áttar hinn aðilinn sig á því að ráðgjöfin er bara af hinu góða. Því fagaðilinn er aldrei að taka afstöðu með öðrum aðilanum frekar en hinum og því ekki í liði með neinu nema parsambandinu sjálfu.“ Stundum kemur upp sú staða að í para- og hjónaráðgjöfinni, kemur í ljós undirliggjandi vandi hjá öðrum aðilanum sem er að hafa mikil áhrif á það hver staðan er í parsambandinu sjálfu. „Þetta getur verið kvíði, þunglyndi eða eitthvað annað og þá er stundum gert hlé á pararáðgjöfinni og unnið með öðrum aðilanum að málum viðkomandi áður en lengra er haldið,“ segir Íris og útskýrir að hjá Samskiptamiðstöðinni sé mikið unnið að málum í þverfaglegum teymum sem hafi gefið afar góða raun. Þá er það algengt að fólk mætir í hjóna- og pararáðgjöf í kjölfar þess að annar aðilinn hefur verið að vinna í sínum málum. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og oft mælum við með því í kjölfar eða samhliða sálfræðimeðferðar að fólk mæti saman í hjóna- og pararáðgjöf.“ Þótt færst hafi í aukana að fólk sæki sér hjóna- og pararáðgjöf þótt það hafi verið lengi saman eða sé komið á efri ár, segir Íris sem betur fer mörg langtímasambönd vera ástrík og hamingjusöm. Margir hafa í gegnum tíðina náð að slípa samskipti til að er komið með djúpa þekkingu á hvort öðru, löngum og þrám hvers annars. „Það er svo mikilvægt að samskiptin séu góð og að pör hafi alltaf eitthvað að hlakka til saman. Að fólk kryddi upp á lífið sitt þannig að hversdagsleikinn heltaki ekki lífið þótt fólk sé að eldast.“ Í raun snúist málin að mestu leyti um samskiptin. Því ef viljinn er sá að verja lífinu saman, er alltaf hægt að finna einhverja fleti á því hvernig hægt er að styðja við parsambandið þannig að báðum aðilum líði sem best. Um það snýst hjóna- og pararáðgjöfin.“ Fjölskyldumál Geðheilbrigði Eldri borgarar Góðu ráðin Tengdar fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sem dæmi um í hvaða stöðu hjón og pör geta verið í á efri árunum, hafi ekki verið leyst úr ágreiningi með góðum samskiptum í gegnum tíðina. Það er alveg þekkt hjá okkur að vera með fólk í hjóna- og pararáðgjöf sem er kannski búið að vera gift í fimmtíu ár en er nánast komið á þann stað að þola ekki maka sinn, en elska hann samt.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um algeng vandamál í para- og hjónaböndum fólks sem er fimmtugt og eldra og fá nokkur góð ráð. Algeng vandamál 50+ hjóna Íris Eik er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur að mennt, útskrifuð frá Háskóla Íslands, auk þess að vera sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum og með meistaragráðu í réttarfélagsráðgjöf frá HÍ og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu. Hjá Samskiptastöðinni vinna ýmsir sálfræðingar, fjölskyldufræðingar og aðrir sérfræðingar sem sérhæfa sig í málefnum einstaklinga, fjölskyldna og para. Íris segir eðlilegt að fólk glími við ýmsar áskoranir í parsambandi, þótt það sé búið að vera lengi saman. Þegar börnin eru flutt að heiman eða fólk hætt að vinna, geta til dæmis ýmiss mál komið upp. „Annar aðilinn í hjónabandinu vill kannski njóta lífsins í meira mæli, ferðast eða vera virkur í áhugamálum og félagslífi, á meðan hinum aðilanum finnst einfaldlega best að vera bara heima.“ Sem dæmi um algeng mál sem hjón og pör leita til Samskiptastöðvarinnar með, nefnir Íris eftirfarandi: Samskiptavandi Stjórnsemi maka Skortur á nánd og hlýju Kynlíf Trúnaðarbrestur Verkaskipting á heimilinu Áfengisvandi Afskiptasemi/leysi frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þegar fólk hættir að vinna getur það til dæmis verið mjög krefjandi fyrir pör að vera mikið saman. Að eiga erfitt með að vera mikið með maka sínum getur verið afar erfið staða að vera í og skapað mikla vanlíðan.“ Íris segir það krefjandi fyrir sum hjón þegar börnin eru flutt að heiman eða fólk hætt að vinna, að verja miklum tíma saman. Stundum séu sameiginleg áhugamál fá og fólk viti eiginlega ekki um hvað það á eiginlega að tala. Eðlilegt sé að fólk eldist á mismunandi hátt.Vísir/Arnar Halldórsson Dæmin eru alls konar Framtíðar- og lífsýn fólks getur líka verið afar ólík. „Öðrum aðilanum dreymir kannski um að kaupa hús á Spáni og verja hluta ársins þar. Á meðan hinn aðilinn getur einfaldlega ekki hugsað sér það.“ Við vitum að þrátt fyrir ofgnótt af afþreyingu hefur einmanaleiki aukist svo hratt í heiminum að Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hafa skilgreint hann sem heimsfarald. „Fólk getur verið einmanna þrátt fyrir að vera í parsambandi. Upplifir að makinn skilji sig ekki og heyri ekki í sér.“ Stundum finnst fólki það varla hafa um neitt að tala. Sum pör eru með fá eða engin sameiginleg áhugamál og jafnvel ólíkar lífsskoðanir, svo sem varðandi pólitík, trúmál og hvað er skemmtilegt að gera. Staðan getur því verið sú að fólk einfaldlega veit ekki um hvað það á að tala saman.“ Viðhorf og væntingar geta líka verið svo ólík. „Sumum langar kannski að makinn gefi þeim stundum einhverjar gjafir eða bjóði sér út að borða eða í bíó. Á meðan hinn aðilinn lítur á þess lags gjafakaup og deit sem ákveðna peningasóun.“ Þegar annar aðilinn hefur meira og minna séð um heimilið í gegnum árin en hinn aðilinn ætlar nú að fara að taka meira þátt í því eða stjórna, geta líka komið upp ágreiningsmál. „Þessi breyting getur farið óstjórnlega í taugarnar á þeim aðila sem hefur í mörg ár séð um hlutina og þá oft konan. Fólk er líka með ólíka lund og getur upplifað þessa breytingu sem stjórnsemi.“ Fjárhagurinn getur líka valdið togstreitu. „Þótt það létti á fjárhagnum hjá mörgum getur fólk haft afar ólíka sýn á því, hvernig það vill haga sínum fjármálum á efri árunum,“ segir Íris og bætir við: „Hjá sumum verður ákveðið bakslag í fjárhag þar sem algengt er að innkoman er minni. Það getur þá valdið kvíða og áhyggjum og aukið á togstreitu í parsambandinu.“ Íris segir það staðreynd að í sumum tilfellum sé hægt að tala um ágreiningsfælnar fjölskyldur. „Þá er dínamíkin kannski fyrir löngu orðin þannig að öllu er nánast sópað undir teppið frekar en að leysa úr ágreiningi. Á meðan aðrar fjölskyldur þekkja ekkert annað en að leysa úr ágreiningi þótt það geti verið erfitt, en síðan er það bara búið og lífið heldur áfram.“ Undirstaðan sé því sú að samskiptin þurfa að vera opin og hreinskiptin. Sem þó getur líka verið krefjandi. „Sumir vilja til dæmis ræða allt í þaula. Á meðan hinn aðilinn sér engan tilgang í því að ræða um alla skapaða hluti.“ Þarfir fólks séu líka mismunandi. „Of oft gerir fólk ráð fyrir að makinn viti hvað hinn vill. Og verður síðan vonsvikið yfir því að makinn sé ekki að mæta þeim þörfum.“ Gremjubankinn geti því stækkað vegna ýmissa mála. Það er samt ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar. Stundum þurfum við einfaldlega að horfast í augu við að í langtímasamböndum er eðlilegt að mistök hafi verið gerð.“ Heilsa og áhugamál getur líka verið afar mismunandi hjá hjónum. „Það sama má segja um þroskastigin sem við förum í gegnum. Það er ekkert sem segir að fólk sem hefur verið lengi saman eldist á sama hátt hvað varðar heilsu, áhugamál, lífsýn eða almennt í þroska.“ Það hvernig við eldumst getur líka verið ólíkt. Ekki aðeins hvað varðar heilsu eða útlit, heldur viðhorfi til lífsins, þarfa í kynlífi og svo framvegis. „En það er engin ástæða til annars en að hægt sé að njóta parsambandsins til fulls langt fram á efri ár, svo lengi sem heilsan er fyrir hendi,“ segir Íris og bætir við að það eigi einnig við um kynlíf hjóna. „Þótt fólk sé komið af sínu besta skeiði er engin ástæða til að njóta ekki kynlífs út ævina, því á hvaða æviskeiði sem er, eigum við að ræða við makann um langanir okkar og þrár.“ Þegar hjón og pör sem hafa verið saman í áratugi koma í ráðgjöf, er það oftast vegna þess að annar aðilinn vill það. Íris segir sína reynslu þó sú að strax í fyrsta tíma áttar hinn aðilinn sig á því að ráðgjafinn sem fólk hittir er ekki í liði með neinum nema parsambandinu sjálfu.Vísir/Arnar Halldórsson Góðu ráðin: „Ég þarf“ Íris segir eðlilegt að í langtímasamböndum, hafi ýmiss mistök verið gerð. „Því við erum öll mannleg.“ Það er ekki þar með sagt að gremjubankinn eigi að stækka. Frekar eigi að leggja áherslu á að efla samskiptin þannig að hjón eigi auðveldara með að ræða hlutina opinskátt en þó án þess að meiða hvort annað. „Þótt fólk sé komið á áttræðisaldur og hafi verið gift lengi, eru þetta mál sem eru þá rædd og metið hvaða bjargráð geta hjálpað.“ Oft haldi fólk líka að það sé búið að ræða hlutina nokkuð vel, en þegar á reynir, sé ekki svo. Þetta komi síðan í ljós þegar togstreita myndast vegna þess að fólk er ekki að upplifa efri árin á sama hátt. „Hvað þýðir það að njóta lífsins? Það sem öðrum finnst um það, er ekkert endilega það sama og makanum finnst en í hjóna- og pararáðgjöf eru málin rædd þannig að upplifun beggja koma fram og af hverju og reynt að finna út úr því hvar fólk getur þá mæst. Því það er alltaf hægt að finna einhverja sameiginlega fleti,“ segir Íris og bætir við: „Það þurfa líka allir að læra að stundum þarf að vera sammála um að vera ósammála um eitthvað og það er allt í lagi.“ Að samþykkja makann okkar eins og viðkomandi er, er síðan liður í góðu parsambandi. „Segjum til dæmis að annar aðilinn hafi áhuga á að rækta sambandið með því að fara reglulega á stefnumót eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Eða hafi rætt við maka sinn um að langa að sér sé komið stundum á óvart og svo framvegis. Síðan gerist ekki neitt. En kannski skýrist það einfaldlega af því að hinn aðilinn er ekkert góður í því að skipuleggja stefnumót eða láta sér detta í hug einhverjar sniðugar gjafir. Og þá er það bara allt í lagi líka. Því stundum þurfum við einfaldlega að brjóta odd af oflæti okkar, samþykkja makann okkar eins og hann er og ekki að gera kröfur um færni um að gera hitt og þetta, sem viðkomandi er einfaldlega ekkert góður í.“ Að gleðja maka sinn með þátttöku í áhugamálum eða að gera eitthvað saman, segir Íris að sé gagnlegt að sé til staðar í parsambandi. „Fólk þarf að mætast svolítið í því að vera forvitið um það hvað makanum finnst skemmtilegt að gera eða langar að gera. Þó án þess að það sé verið að þröngva makanum til að gera eitthvað.“ Að hafa mismunandi áhugamál getur líka verið af hinu góða. „Það er mjög jákvætt að leggja sig fram við að gera stundum eitthvað sem makinn hefur áhuga á að gera. Og líta á það sem hluta af því að rækta sambandi. En þetta þarf þá að vera á báða bóga.“ En hvað ef fólk einfaldlega hefur ekki sömu áhugamálin eða hefur mjög ólík áhugamál? „Það er í góðu lagi en þá er æskilegt að fólk einfaldlega ræði um það og leggi frekar áherslu á hvaða hlutir það eru sem fólki þó finnst gaman að gera saman og rækti það, óháð öðrum áhugamálum.“ Íris segir að þegar fólk er hætt að vinna og er mikið saman, geti það einmitt verið gott fyrir báða aðila að eiga sín eigin áhugamál líka þar sem viðkomandi fer og gerir eitthvað fyrir sig. „Þetta er sérstaklega mikilvægt ef fólk á ekki skap saman eða upplifur stundum of mikila samveru vera yfirþyrmandi.“ Að læra að segja Nei er líka atriði sem ömmur og afar eiga að læra. „Það getur alveg kallað á ákveðið hugrekki að segja stundum Nei við því að passa barnabörnin og þetta Nei getur reynst mörgum erfitt. En til þess að rækta parsambandið og tryggja að fólk sé að njóta lífsins sem mest, er mikilvægt að láta aldrei frá sér dagskrávald fyrir því hvernig maður vill skipuleggja daginn sinn yfir til barnanna og þeirra lífs eða skuldbindinga,“ segir Íris og bætir við: „Við verðum að læra að lifa lífinu út frá okkar löngunum.“ Að gera ekki ráð fyrir að makinn viti hvað maður hugsar, er lykilatriði en algeng gryfja. „Þess vegna er svo gott að umorða hlutina og segja við makann „Ég þarf“ frekar en að gera bara ráð fyrir að makinn viti hvað maður þarf eða verða pirraður yfir því að hinn sýni ekki lit.“ En ef fólk upplifir að það sé að leggja sig fram við að mæta makanum til dæmis með áhugamál, en upplifir sig ekki vera að fá það sama til baka? „Þetta geta verið dæmi um mál sem eru rædd í hjóna- og pararáðgjöf og þá er einfaldlega horft á það, hvernig hægt er að efla samskiptin þannig að þessi líðan sé ekki til staðar hjá öðrum aðilanum.“ Íris segir að of oft geri fólk ráð fyrir því að makinn viti hvað það vilji. Verði síðan svekkt þegar ekkert gerist eða breytist. Stundum sé því gott að umorða hlutina eða einfaldlega að sætta sig við að makinn hefur ekki ákveðna færni. Til dæmis ekki færni til að koma á óvart eða skipuleggja stefnumót.Vísir/Arnar Halldórsson Almennt komi fólk í tíma hjá ráðgjafa örar fyrst um sinn, síðan kannski á þriggja mánaða fresti, síðan líða sex mánuðir á milli og eftir það er staðan kannski tekin einu sinni á ári. „Bara til að efla sambandið og samskiptin enn frekar og taka stöðuna.“ Íris segir algengt að fólk komi í para- og hjónaráðgjöf vegna þess að annar aðilinn vill það. „Mín reynsla er samt sú að strax í fyrsta tíma áttar hinn aðilinn sig á því að ráðgjöfin er bara af hinu góða. Því fagaðilinn er aldrei að taka afstöðu með öðrum aðilanum frekar en hinum og því ekki í liði með neinu nema parsambandinu sjálfu.“ Stundum kemur upp sú staða að í para- og hjónaráðgjöfinni, kemur í ljós undirliggjandi vandi hjá öðrum aðilanum sem er að hafa mikil áhrif á það hver staðan er í parsambandinu sjálfu. „Þetta getur verið kvíði, þunglyndi eða eitthvað annað og þá er stundum gert hlé á pararáðgjöfinni og unnið með öðrum aðilanum að málum viðkomandi áður en lengra er haldið,“ segir Íris og útskýrir að hjá Samskiptamiðstöðinni sé mikið unnið að málum í þverfaglegum teymum sem hafi gefið afar góða raun. Þá er það algengt að fólk mætir í hjóna- og pararáðgjöf í kjölfar þess að annar aðilinn hefur verið að vinna í sínum málum. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og oft mælum við með því í kjölfar eða samhliða sálfræðimeðferðar að fólk mæti saman í hjóna- og pararáðgjöf.“ Þótt færst hafi í aukana að fólk sæki sér hjóna- og pararáðgjöf þótt það hafi verið lengi saman eða sé komið á efri ár, segir Íris sem betur fer mörg langtímasambönd vera ástrík og hamingjusöm. Margir hafa í gegnum tíðina náð að slípa samskipti til að er komið með djúpa þekkingu á hvort öðru, löngum og þrám hvers annars. „Það er svo mikilvægt að samskiptin séu góð og að pör hafi alltaf eitthvað að hlakka til saman. Að fólk kryddi upp á lífið sitt þannig að hversdagsleikinn heltaki ekki lífið þótt fólk sé að eldast.“ Í raun snúist málin að mestu leyti um samskiptin. Því ef viljinn er sá að verja lífinu saman, er alltaf hægt að finna einhverja fleti á því hvernig hægt er að styðja við parsambandið þannig að báðum aðilum líði sem best. Um það snýst hjóna- og pararáðgjöfin.“
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Eldri borgarar Góðu ráðin Tengdar fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01