Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir skrifa 15. nóvember 2024 11:15 Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta. Nú eru flestir flokkar búnir að birta sínar áherslur fyrir kosningarnar og kjósendur geta betur áttað sig á því hvaða flokkur hefur sameiginlega sýn með þeim á framtíðina. Eitt af því sem við teljum vera grundvallaratriði hvað varðar framtíð Íslands er að innlendri matvælaframleiðslu sé tryggður stuðningur og framtíð hennar sé tryggð. Bændur á Íslandi spila veigamikið hlutverk í lýðheilsu og matvælaöryggi þjóðar til framtíðar. Þeir framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum og fylgja ítrustu kröfum um velferð búfjár og gæði afurða ásamt því að hafa umhverfismál og loftslagsmál í fyrirrúmi. Við viljum vera sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Það getum við ekki ef matvæli úr erlendum stórverksmiðjum, sem fylgja ekki sömu reglum og hér eru við lýði, eru flutt til landsins í tonnavís í beinni samkeppni við íslenska bændur. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi og frekar efla hana en að afnema hana. Samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu er nú þegar ábótavant og því miður þá er oft litið á innflutning sem leið til að auka samkeppni. Staðreyndin er hins vegar sú að rekstrarskilyrði í landbúnaði eru erfið, einungis fimmtungur landsins flokkast sem landbúnaðarland og því þarf að halda áfram að vinna að úrbótum á regluverki sem taki mið af aðstæðum bænda. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. Miðflokkurinn skilar auðu Það er því miður að sumir stjórnmálaflokkar hafa ekki áttað sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og tala fyrir aðgerðum sem myndu knésetja hana. Meðal þeirra er Miðflokkurinn, sem hafði áður almennt talað fyrir málefnum landsbyggðarinnar en hefur greinilega tekið kúvendingu í afstöðu sinni. Þegar þetta er ritað, þá finnst lítið sem ekkert á heimasíðu Miðflokksins um stefnu hans í byggðamálum, hvað þá í landbúnaðarmálum. Heildarstefnunni hefur verið eytt af heimasíðunni og eftir sitja kosningaáherslur fyrir þessar alþingiskosningar. Einnig er áhugavert að hvergi í þeim áherslum er rætt um landbúnað eða málefni bænda. Sama má segja um svör flokksins í kosningaprófi kjósturétt.is Það er skýrt að Miðflokkurinn leggur því litla sem enga áherslu á málefni bænda fyrir þessar kosningar. Stefnubreyting í boði oddvitans Nýlega birti Viðskiptaráð kosningavita fyrir þessar kosningar. Þar kom fram að Miðflokkurinn sé „mjög hlynntur“ því að „afnema ætti tolla á innflutt matvæli“. Svo virðist sem að flokkurinn hafi breytt svari sínu eftir hörð viðbrögð, en þá situr sú spurning eftir; hver er raunveruleg afstaða Miðflokksins þegar hægt er að breyta afstöðu flokksins dag hvern? Fróðlegt verður að sjá hver afstaða flokksins verður á morgun. Þetta er mikið áhyggjuefni þó svo að það komi ekki sérstaklega á óvart miðað við að nýr oddviti flokksins í Reykjavík, þ.e. Sigríður Andersen, svaraði Viðskiptaráði á þennan veg. Oddvitinn nýi hefur lengi talað gegn verndartollum, greiðslumarki og stuðningi ríkisins við bændastéttina almennt, þá sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því eru mýmörg dæmi, sem einfalt er að finna á vef Alþingis, enda eyddi hún stórum hluta síns ferils sem óbreyttur þingmaður í gagnrýni á tollvernd og ríkisstyrki til innlendrar matvælaframleiðslu. Að sama skapi hefur nýr oddviti Miðflokksins skrifað greinar á heimasíðu sinni t.d. greinina „Áratugur til ávinnings“, sem birtist í Morgunblaðinu en þar segir: „Sjálfsagt verða bændur ekki sviptir ríkisframlögum sem þeir hafa notið í áratugi „yfir nótt“. En hvað með á 10 árum? Væri það ekki raunhæfur aðlögunartími? Hafi áður verið stemning fyrir því að framkvæmdavaldið geti ákveðið til 10 ára að færa tiltekinni atvinnugrein tugi milljarða á ári úr vösum skattgreiðenda þá er sá tími liðinn.“ Einnig skrifar oddvitinn eftirfarandi texta í greininni „Hvað á næsta ríkisstjórn að gera?“, sem birtist í Þjóðmálum á sínum tíma: „Það er bæði raunhæft markmið og nauðsynlegt að afnema alla almenna tolla. Landbúnaðartolla þarf markvisst að lækka og upplýsa neytendur og bændur um framtíðarsýn stjórnvalda í þeim efnum.“ Nýlegasta dæmið er að Sigríður studdi ekki breytingar á búvörulögum í heimsfaraldri COVID-19, um tímabundna endurvakningu eldra útboðsfyrirkomulags tollkvóta til að styrkja stoðir innlends landbúnaðar í ljósi erfiðra aðstæðna sem ríktu þá á markaði vegna heimsfaraldursins. Hún fór í andsvör við samflokksmann sinn, Harald Benediktsson, og lýsti þar yfir að hún styddi frumvarpið ekki. Sigríður Andersen er oddviti Miðflokksins í Reykjavík og reyndur þingmaður og ráðherra. Hún er augljóst ráðherraefni flokksins og því er mikið áhyggjuefni að hún hafi svo sterkar skoðanir gegn hagsmunum bænda. Framsókn styður við bændur Við höfum áhyggjur af því að stjórnmálaflokkur, sem hefur mælst vel í skoðanakönnunum, hafi takmarkaðan áhuga á að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir bættum starfskjörum og starfsaðstæðum þeirra sem starfa við innlenda matvælaframleiðslu og barist fyrir þeim. Alls staðar í heiminum sjáum við þjóðir reyna að endurvekja og efla sína matvælaframleiðslu. Af hverju ættum við ekki að gera það sama, sérstaklega í ljósi frábærrar aðstöðu sem við búum nú þegar við? Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á matvælum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og landsbyggðina í heild. Við í Framsókn viljum stemma stigu við þessari þróun. Landbúnaður er grunnstoð íslensks samfélags. Við stöndum með bændum. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknar í komandi alþingiskosningum Þórarinn Ingi Pétursson, 2. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Þuríður Lillý Sigurðardóttir, 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson, oddviti lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Halla Signý Kristjánsdóttir, 3. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta. Nú eru flestir flokkar búnir að birta sínar áherslur fyrir kosningarnar og kjósendur geta betur áttað sig á því hvaða flokkur hefur sameiginlega sýn með þeim á framtíðina. Eitt af því sem við teljum vera grundvallaratriði hvað varðar framtíð Íslands er að innlendri matvælaframleiðslu sé tryggður stuðningur og framtíð hennar sé tryggð. Bændur á Íslandi spila veigamikið hlutverk í lýðheilsu og matvælaöryggi þjóðar til framtíðar. Þeir framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum og fylgja ítrustu kröfum um velferð búfjár og gæði afurða ásamt því að hafa umhverfismál og loftslagsmál í fyrirrúmi. Við viljum vera sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Það getum við ekki ef matvæli úr erlendum stórverksmiðjum, sem fylgja ekki sömu reglum og hér eru við lýði, eru flutt til landsins í tonnavís í beinni samkeppni við íslenska bændur. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi og frekar efla hana en að afnema hana. Samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu er nú þegar ábótavant og því miður þá er oft litið á innflutning sem leið til að auka samkeppni. Staðreyndin er hins vegar sú að rekstrarskilyrði í landbúnaði eru erfið, einungis fimmtungur landsins flokkast sem landbúnaðarland og því þarf að halda áfram að vinna að úrbótum á regluverki sem taki mið af aðstæðum bænda. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. Miðflokkurinn skilar auðu Það er því miður að sumir stjórnmálaflokkar hafa ekki áttað sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og tala fyrir aðgerðum sem myndu knésetja hana. Meðal þeirra er Miðflokkurinn, sem hafði áður almennt talað fyrir málefnum landsbyggðarinnar en hefur greinilega tekið kúvendingu í afstöðu sinni. Þegar þetta er ritað, þá finnst lítið sem ekkert á heimasíðu Miðflokksins um stefnu hans í byggðamálum, hvað þá í landbúnaðarmálum. Heildarstefnunni hefur verið eytt af heimasíðunni og eftir sitja kosningaáherslur fyrir þessar alþingiskosningar. Einnig er áhugavert að hvergi í þeim áherslum er rætt um landbúnað eða málefni bænda. Sama má segja um svör flokksins í kosningaprófi kjósturétt.is Það er skýrt að Miðflokkurinn leggur því litla sem enga áherslu á málefni bænda fyrir þessar kosningar. Stefnubreyting í boði oddvitans Nýlega birti Viðskiptaráð kosningavita fyrir þessar kosningar. Þar kom fram að Miðflokkurinn sé „mjög hlynntur“ því að „afnema ætti tolla á innflutt matvæli“. Svo virðist sem að flokkurinn hafi breytt svari sínu eftir hörð viðbrögð, en þá situr sú spurning eftir; hver er raunveruleg afstaða Miðflokksins þegar hægt er að breyta afstöðu flokksins dag hvern? Fróðlegt verður að sjá hver afstaða flokksins verður á morgun. Þetta er mikið áhyggjuefni þó svo að það komi ekki sérstaklega á óvart miðað við að nýr oddviti flokksins í Reykjavík, þ.e. Sigríður Andersen, svaraði Viðskiptaráði á þennan veg. Oddvitinn nýi hefur lengi talað gegn verndartollum, greiðslumarki og stuðningi ríkisins við bændastéttina almennt, þá sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því eru mýmörg dæmi, sem einfalt er að finna á vef Alþingis, enda eyddi hún stórum hluta síns ferils sem óbreyttur þingmaður í gagnrýni á tollvernd og ríkisstyrki til innlendrar matvælaframleiðslu. Að sama skapi hefur nýr oddviti Miðflokksins skrifað greinar á heimasíðu sinni t.d. greinina „Áratugur til ávinnings“, sem birtist í Morgunblaðinu en þar segir: „Sjálfsagt verða bændur ekki sviptir ríkisframlögum sem þeir hafa notið í áratugi „yfir nótt“. En hvað með á 10 árum? Væri það ekki raunhæfur aðlögunartími? Hafi áður verið stemning fyrir því að framkvæmdavaldið geti ákveðið til 10 ára að færa tiltekinni atvinnugrein tugi milljarða á ári úr vösum skattgreiðenda þá er sá tími liðinn.“ Einnig skrifar oddvitinn eftirfarandi texta í greininni „Hvað á næsta ríkisstjórn að gera?“, sem birtist í Þjóðmálum á sínum tíma: „Það er bæði raunhæft markmið og nauðsynlegt að afnema alla almenna tolla. Landbúnaðartolla þarf markvisst að lækka og upplýsa neytendur og bændur um framtíðarsýn stjórnvalda í þeim efnum.“ Nýlegasta dæmið er að Sigríður studdi ekki breytingar á búvörulögum í heimsfaraldri COVID-19, um tímabundna endurvakningu eldra útboðsfyrirkomulags tollkvóta til að styrkja stoðir innlends landbúnaðar í ljósi erfiðra aðstæðna sem ríktu þá á markaði vegna heimsfaraldursins. Hún fór í andsvör við samflokksmann sinn, Harald Benediktsson, og lýsti þar yfir að hún styddi frumvarpið ekki. Sigríður Andersen er oddviti Miðflokksins í Reykjavík og reyndur þingmaður og ráðherra. Hún er augljóst ráðherraefni flokksins og því er mikið áhyggjuefni að hún hafi svo sterkar skoðanir gegn hagsmunum bænda. Framsókn styður við bændur Við höfum áhyggjur af því að stjórnmálaflokkur, sem hefur mælst vel í skoðanakönnunum, hafi takmarkaðan áhuga á að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir bættum starfskjörum og starfsaðstæðum þeirra sem starfa við innlenda matvælaframleiðslu og barist fyrir þeim. Alls staðar í heiminum sjáum við þjóðir reyna að endurvekja og efla sína matvælaframleiðslu. Af hverju ættum við ekki að gera það sama, sérstaklega í ljósi frábærrar aðstöðu sem við búum nú þegar við? Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á matvælum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og landsbyggðina í heild. Við í Framsókn viljum stemma stigu við þessari þróun. Landbúnaður er grunnstoð íslensks samfélags. Við stöndum með bændum. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknar í komandi alþingiskosningum Þórarinn Ingi Pétursson, 2. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Þuríður Lillý Sigurðardóttir, 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson, oddviti lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Halla Signý Kristjánsdóttir, 3. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun