Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:47 Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Við vorum ákveðin í að standa þétt saman og tækla þetta verkefni fyrir kennara um allt land en ekki síður rennitækla þetta verkefni fyrir nemendur okkar, bæði núverandi og tilvonandi. Markmiðið er jú að fá yfirvöld til að fjárfesta í kennurum og þannig fjárfesta í og byggja upp sterkara menntakerfi fyrir börnin okkar þar sem kennarar flykkjast ekki úr starfi vegna óviðunandi launa eða ómögulegra vinnuaðstæðna. Ef ég tala fyrir mig, og eflaust fleiri, þá var fyrsta tilfinningin samt stór hnútur í magann og samviskubit. Samviskubit yfir því að vera að leggja þetta á nemendur, börnin okkar, og þá sérstaklega þau heimili sem við vitum að munu eiga erfiðan tíma á meðan á verkfalli stendur. Það var því gífurlega mikilvægt og styrkjandi fyrir okkur kennarana þegar foreldrafélag Lundarskóla lýsti yfir stuðningi við okkar kjarabaráttu og erum við þeim mjög þakklát fyrir. Það hafa því miður ekki allir skólar verið svo lánsamir að fá slíkan stuðning. Það ákveður enginn að verða kennari nema fyrir brennandi áhuga á því að taka þátt í að stækka, styrkja og styðja við börnin okkar. Kennarastarfið er eitt mest gefandi starf í heimi en á sama tíma virkilega krefjandi. Á hverju einasta hausti tekur kennari við nemendahóp og opnar þannig hjarta sitt fyrir tugum barna, því hóparnir eru jú orðnir ansi stórir. Kennarinn þarf að vera lausnamiðaður, útsjónarsamur, uppátækjasamur, skilningsríkur, þolinmóður, kærleiksríkur og ekki síst skemmtilegur til að halda athygli nemenda og uppfylla mjög ólíkar þarfir þeirra svo að árangur náist. Eftir skóladaginn þegar nemendur halda heim á leið sinnir kennarinn svo undirbúningi: býr til mismunandi verkefni sem henta hverjum og einum, því börnin eru jú öll einstök á sinn hátt sama hvort barn glímir við tungumálaörðugleika, skólaforðun, er með greiningu eða gengur jafnvel mjög vel námslega og þarf aukaefni. Kennarinn býr til umbunarkerfi og námsáætlanir, undirbýr vettvangsferðir, stillir upp námsumhverfinu, skipuleggur störf stuðningsfulltrúa, fer yfir verkefni og fleira og fleira sem tengist kennslunni. Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er öll hin mikilvæga undirbúningsvinnan: Foreldrasamtöl í síma og tölvupósti, fylla út greiningalista fyrir stofnanir, fundir með sálfræðingum og foreldrum, reglulegir fundir með barnavernd, teymisfundir, skólaþróunarfundir með samstarfsfólki og fleira og fleira. Að gefnu tilefni vil ég því svara: nei, við ætlum ekki að bæta við okkur kennslustundum fyrir viðunandi launahækkun! Við ætlum ekki að auka álag á okkur enn frekar til þess eins að vera verðug þess að staðið verði við gefin loforð! Við þurfum ekki að auka virði okkar! Við vitum að við erum óendanlega verðmæt nákvæmlega eins og við erum! Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til að mæla sér mót og komast að samkomulagi sem allra fyrst. Þangað til stöndum við verkfallsvaktina og erum tilbúin að styðja við bakið á þeim skólum sem taka við í framhaldinu. Höfundur er kennari.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun