Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun