Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:01 Kosningar eru í vændum og nú stíga fram allir fram, annaðhvort í framboði eða til að skrifa grein til að segja þér kæri lesandi hvað þú átt að kjósa. Ég vil vera með í því. Ég ætla að segja þér hvern á að kjósa. Nú voru kosningar í BNA, og uppskeran þar óæskileg að mati margra. Strax er byrjað að komast að þeirri niðurstöðu að allt fólkið sem kaus Trump sé bara svo vont. Útskýring fengin og léttir af því svona gæti aldrei gerst hér, við erum svo góð. Hvað ef það sama gæti gerst hér? Hvað ef það væri að gerast hér? Af því hér er líka óæskileg uppskera sem hefur verið að koma fram sterkt á þessu ári. Hinir óæskilegu hafa valdið dauða annara. Ofbeldi eykst. Nú er það vandamál. Enn þau hafa alltaf verið hérna svo þótt ofbeldið hafi aukist í ár og ekki eru allir þeirra ofbeldisfullir. Óæskilega fólkið. Óhreinu börn Evu. Fólk sem væri svo þægilegt að losna við. Hinum óæskilegu virðist líka vera að fjölga. Við erum nefnilega svo rík þjóð að við höfum efni á að henda fleira fólki en áður. Fjölbreytnin er nefnilega dáltið fals, hún er á yfirborði en deyr í djúpinu. Það ætti að hafa áhyggjur af þessu, en þeir sem stjórna þjóðfélaginu hafa engan áhuga eða hvata til þess. Þetta er ekki farið að hafa áhrif á þau. Þetta eru ekki þeirra börn, barnabörn, systkini. Þeirra er reddað. Þeim er bjargað. Þau fá að vera memm eins og við orðuðum þetta á rólló í den. Hvað gerist þegar það eru fleiri og fleiri sem eiga ekki að fá að vera memm? Allt voru þetta börn einu sinni, sum með smá vanda. Vandi þeirra óx, og svo var beðið. Áttir þú barn sem þú varst alltaf að reyna að fá hjálp fyrir? En barnið þitt var alltaf vandamál og það var alltaf hægt að bíða og sjá? Horfðir þú upp á drengnum þínum hraka á meðan það var litið á hann sem ógn frekar en barni sem leið hræðilega? Kannski ert þú afi eða amma og upplifir að hvorki að skilja ekki hvað er að stelpunni né heldur hvers vegna hún fær ekki hjálp? Þið hafið séð hvað þetta kerfi er í rúst. Það virkar ekkert og gerir það á hraða snigilsins, og svo þarf að berjast hart fyrir öllu því sem svo ekki fæst. Upplýsingagjöf er á minna en núlli. Kannski ert þú sem lest þetta óæskileg manneskja. Ef það er eitthvað venjulegt sem þú ekki getur ertu aumingi og getur ekkert. Hefurðu skoðanir sem eru ekki réttar? Skrítið fólk má bara vera með ef það er ríkt. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru heldur ekki velkomnir. Nema það hafi haft engin áhrif á manneskjuna, og ekki gerst í raun og veru. Ef þetta ekkert sem aldrei kom fyrir þig hafði þannig áhrif að þú leitaðir í vímu til að fá frí frá þjáningunni að vera þú - þá ertu auðvitað hluti af þessum hóp sem er hafnað. Það er rosalega margt sem getur gert fólk óæskilegar manneskjur en alltaf ætlast til að það þegi og sé ekki fyrir. Óæskilega fólkið er nefnilega ekki fólk. Það er vandamál. Ég hef gaman af því að tala við fólk sem nennir því, og ég hef heyrt margar sögur. Óæskilega fólkið er svo mismunandi, en þemað í sögum þess er alltaf eins og leiðbeiningar um hvernig á að eyðileggja manneskju. Svo margar leiðir til að rústa sálum. Drengir eru ekki taldir alveg jafn óæskilegir, en þeim er ýtt að jaðri líka. Ungir íslenskir karlmenn eru í vanda. Nú vill Word stinga upp á að ungir karlmenn séu vandamál og sannar þannig kjarna málsins. Allir trana fram til að segja hvað ungir menn séu ólæsir, heimskir, og ömurlegir. Þegar er talað um þeirra heim er allt sem ekki eru hóp íþróttir talið vera lágkúra, tímaeyðsla eða ofbeldi. Eða allt þrennt. Fólkið sem sýnir þeim skilning reynast oftast vera fasistar og svikahrappar. Það er bara ekkert skrítið að rekast á unga menn sem eru svona Deus Vult týpur. Ég gæti rætt það meira, hvernig þetta er sama og fyrir 40 árum þegar ég var barn. Áhugamál sem höfða meira til drengja er bara litið niður á og snobbið hefur afleiðingar eins og hnignun íslensku. En ég er sennilega röng manneskja að taka þá umræðu og yrði bara skömmuð. En þeir eru ekkert heimskara en þegar ég var ung og eru flestir flottir ungir menn sem eiga betra skilið. Þetta fólk er skilið eftir. Fleiri líka, það er minna og minna eftir handa hinum almenna Íslendingi. Þú mátt vera svo lengi sem þú ert hagkvæm sem manneskja. Eins og samfélög eiga að vera, hagkvæm. Kannski ná sumir að koma sér aftur sjálfir á góðan stað. En þetta er kerfið okkar. Þetta kerfi er fólkið. Það tekur utan um suma og hrindir öðrum í harða stéttina. Allt þetta lið sem er í framboði er svipað. Þetta kemur flest allt úr sömu þremur elítu framhaldsskólunum, er af háskólamenntuðu fólki sem er allt í nokkurn vegin sama félagsskap. Með rétta háskólamenntun auðvitað! Það er ekki sama líffræðingur eða lögfræðingur, kennari eða læknir. Það er ekkert nóg að bara vera með menntun, það þarf að vera rétt menntun! Fín menntun úr réttum skóla sem leiðir til góðs kaups í virðingarstöðum. Fólkið sem á að tala okkar máli er upp til hópa lögfræðingar, læknar, stjórnendur fyrirtækja og kemur nærri allt úr sömu efri stétt. Svo stundum slæðist með einn og einn listamaður, sem að vísu virðast vera líklegastir til að vilja hjálpa öðrum. Opinbera kerfið kemur ekkert eins fram við alla og hefur aldrei gert það. Þegar fólk sér ekkert að því að segja fyrir framan þig að já sko dóttir alþingismanns hafi verið tekin fyrir framan ættingja þinn í röðinni vegna foreldris síns - þá getum við bara hætt að þykjast. Það er elíta í þessu landi, hún er í framboði, hún er alltaf í framboði. Hún er hægri, hún er vinstri, hún er í miðjunni og allstaðar sem hægt er að komast í völd og peninga. Henni er sama um hina af því hún þarf aldrei að deila kjörum né réttindum á borði (okkar í orði) með okkur hinum. Þú ættir ekki að þurfa að fæðast í einhverja stéttar elítu til að fá grunnþjónustu í heilbrigðis eða menntakerfi eða fá starf í þessu samfélagi! En svona er þetta, fyrir venjulegt fólk er engin sem getur neitt þangað til fréttamiðlar mæta á staðinn og nógu stórum grátkór er safnað fyrir einn heppinn aðila. Svo upphefst leikritið, eins og svo oft áður. Vinsældarkeppni fer í gang, settu like við að hún fái að lifa. Ef þú gerir það ekki ert þú að drepa hana! Er þetta það sem fólk vill? Ég veit alveg hvernig fólk bregst við, það má aldrei gagnrýna þessi leikrit sem koma upp reglulega. Þetta er engin leið til að reka þjóðfélag. Þar sem vinsældir ráða hvort þú færð að lifa eða deyja, ekki réttindi eða fagmennska. Ef þú bendir á þetta misræmi þá ert þú vond manneskja. Af því hver ræður hver er góður og hver er vondur? Sumt má aldrei gagnrýna. Sumar sögur má aldrei segja. Ég er búin að missa trúna á þetta samfélag. Hluti af mér langar til að kjósa eins og í BNA. Ekki þá sem lofa að gera betur heldur þá sem lofa að valda einhverjum öðrum en mér skaða. Því loforðin munu aldrei að gerast. Gallinn er bara að ég hata ekki fólk af erlendum uppruna eða hinsegin fólk og það virðist vera helstu baráttu málið að lemja á þeim hjá allt of mörgum. Vinstri hreyfingar eru nú í eigu elítu sem þyrfti að hugsa sin gang en virðist ekki fær um það. Aðeins á seinustu hafa komið fram smá öðruvísi valkostir popúlista. Hér er endinn þar sem ég segi ykkur hvað skal kjósa. Gallinn er, ég get það ekki! Já, ég laug alveg eins og allir aðrir. Ég veit ekki hvað ég ætla að kjósa! Ég hef kosið í nær 30 ár og alltaf kosið og mun kjósa meðan lifi. Það er ljóst að rótgrónu flokkarnir sem setið hafa í ríkisstjórnum síðustu 20 ár eru rotnir eins og loforð þeirra. Við nánari athugun eru nýrri flokkar að lofa miklu en svo eru flestir svipaðir á listunum. Sömu starfsstéttir notaðar til að fylla í. Einnig hefur komið fram að starfshættir þar eru oft ekki alveg lýðræðislegar og gegnsæið gruggugt. Það stingur í munaðarlaust krata hjartað að hafa aðeins algjörlega útilokað að kjósa einn flokk og að sá flokkur sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn! Það er verra en um árið þegar ég var sammála Brynjari Níelssyni og Axel Pétri á sama degi! Endilega kjósið með von í hjarta, en ekki ætlast til að flokkarnir muni eftir ykkur næsta morgun. Þegar áhrif óæskilegrar uppskeru halda áfram að koma fram, mun nokkur spyrja hvers vegna? Ef þeir sem hafa komið að völdum í þessi 25 ár sem þetta hefur þróast vildu þetta ekki, hvers vegna komu þeir þá ekki í veg fyrir þetta? Nei, við segjum bara sama og við segjum um Trump og uppgang popúlisma og fasisma í heiminum. Við ákveðum að fólk sem var hunsað hafi allt verið vont og þess vegna kaus það vont fólk. Eins og Seymore Skinner sagði í Simpsons og er frægt jarm... ‚nei það hljóta að vera börnin sem hafa rangt fyrir sér‘. Höfundur er hvorki í framboði né eftirspurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Kosningar eru í vændum og nú stíga fram allir fram, annaðhvort í framboði eða til að skrifa grein til að segja þér kæri lesandi hvað þú átt að kjósa. Ég vil vera með í því. Ég ætla að segja þér hvern á að kjósa. Nú voru kosningar í BNA, og uppskeran þar óæskileg að mati margra. Strax er byrjað að komast að þeirri niðurstöðu að allt fólkið sem kaus Trump sé bara svo vont. Útskýring fengin og léttir af því svona gæti aldrei gerst hér, við erum svo góð. Hvað ef það sama gæti gerst hér? Hvað ef það væri að gerast hér? Af því hér er líka óæskileg uppskera sem hefur verið að koma fram sterkt á þessu ári. Hinir óæskilegu hafa valdið dauða annara. Ofbeldi eykst. Nú er það vandamál. Enn þau hafa alltaf verið hérna svo þótt ofbeldið hafi aukist í ár og ekki eru allir þeirra ofbeldisfullir. Óæskilega fólkið. Óhreinu börn Evu. Fólk sem væri svo þægilegt að losna við. Hinum óæskilegu virðist líka vera að fjölga. Við erum nefnilega svo rík þjóð að við höfum efni á að henda fleira fólki en áður. Fjölbreytnin er nefnilega dáltið fals, hún er á yfirborði en deyr í djúpinu. Það ætti að hafa áhyggjur af þessu, en þeir sem stjórna þjóðfélaginu hafa engan áhuga eða hvata til þess. Þetta er ekki farið að hafa áhrif á þau. Þetta eru ekki þeirra börn, barnabörn, systkini. Þeirra er reddað. Þeim er bjargað. Þau fá að vera memm eins og við orðuðum þetta á rólló í den. Hvað gerist þegar það eru fleiri og fleiri sem eiga ekki að fá að vera memm? Allt voru þetta börn einu sinni, sum með smá vanda. Vandi þeirra óx, og svo var beðið. Áttir þú barn sem þú varst alltaf að reyna að fá hjálp fyrir? En barnið þitt var alltaf vandamál og það var alltaf hægt að bíða og sjá? Horfðir þú upp á drengnum þínum hraka á meðan það var litið á hann sem ógn frekar en barni sem leið hræðilega? Kannski ert þú afi eða amma og upplifir að hvorki að skilja ekki hvað er að stelpunni né heldur hvers vegna hún fær ekki hjálp? Þið hafið séð hvað þetta kerfi er í rúst. Það virkar ekkert og gerir það á hraða snigilsins, og svo þarf að berjast hart fyrir öllu því sem svo ekki fæst. Upplýsingagjöf er á minna en núlli. Kannski ert þú sem lest þetta óæskileg manneskja. Ef það er eitthvað venjulegt sem þú ekki getur ertu aumingi og getur ekkert. Hefurðu skoðanir sem eru ekki réttar? Skrítið fólk má bara vera með ef það er ríkt. Þeir sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru heldur ekki velkomnir. Nema það hafi haft engin áhrif á manneskjuna, og ekki gerst í raun og veru. Ef þetta ekkert sem aldrei kom fyrir þig hafði þannig áhrif að þú leitaðir í vímu til að fá frí frá þjáningunni að vera þú - þá ertu auðvitað hluti af þessum hóp sem er hafnað. Það er rosalega margt sem getur gert fólk óæskilegar manneskjur en alltaf ætlast til að það þegi og sé ekki fyrir. Óæskilega fólkið er nefnilega ekki fólk. Það er vandamál. Ég hef gaman af því að tala við fólk sem nennir því, og ég hef heyrt margar sögur. Óæskilega fólkið er svo mismunandi, en þemað í sögum þess er alltaf eins og leiðbeiningar um hvernig á að eyðileggja manneskju. Svo margar leiðir til að rústa sálum. Drengir eru ekki taldir alveg jafn óæskilegir, en þeim er ýtt að jaðri líka. Ungir íslenskir karlmenn eru í vanda. Nú vill Word stinga upp á að ungir karlmenn séu vandamál og sannar þannig kjarna málsins. Allir trana fram til að segja hvað ungir menn séu ólæsir, heimskir, og ömurlegir. Þegar er talað um þeirra heim er allt sem ekki eru hóp íþróttir talið vera lágkúra, tímaeyðsla eða ofbeldi. Eða allt þrennt. Fólkið sem sýnir þeim skilning reynast oftast vera fasistar og svikahrappar. Það er bara ekkert skrítið að rekast á unga menn sem eru svona Deus Vult týpur. Ég gæti rætt það meira, hvernig þetta er sama og fyrir 40 árum þegar ég var barn. Áhugamál sem höfða meira til drengja er bara litið niður á og snobbið hefur afleiðingar eins og hnignun íslensku. En ég er sennilega röng manneskja að taka þá umræðu og yrði bara skömmuð. En þeir eru ekkert heimskara en þegar ég var ung og eru flestir flottir ungir menn sem eiga betra skilið. Þetta fólk er skilið eftir. Fleiri líka, það er minna og minna eftir handa hinum almenna Íslendingi. Þú mátt vera svo lengi sem þú ert hagkvæm sem manneskja. Eins og samfélög eiga að vera, hagkvæm. Kannski ná sumir að koma sér aftur sjálfir á góðan stað. En þetta er kerfið okkar. Þetta kerfi er fólkið. Það tekur utan um suma og hrindir öðrum í harða stéttina. Allt þetta lið sem er í framboði er svipað. Þetta kemur flest allt úr sömu þremur elítu framhaldsskólunum, er af háskólamenntuðu fólki sem er allt í nokkurn vegin sama félagsskap. Með rétta háskólamenntun auðvitað! Það er ekki sama líffræðingur eða lögfræðingur, kennari eða læknir. Það er ekkert nóg að bara vera með menntun, það þarf að vera rétt menntun! Fín menntun úr réttum skóla sem leiðir til góðs kaups í virðingarstöðum. Fólkið sem á að tala okkar máli er upp til hópa lögfræðingar, læknar, stjórnendur fyrirtækja og kemur nærri allt úr sömu efri stétt. Svo stundum slæðist með einn og einn listamaður, sem að vísu virðast vera líklegastir til að vilja hjálpa öðrum. Opinbera kerfið kemur ekkert eins fram við alla og hefur aldrei gert það. Þegar fólk sér ekkert að því að segja fyrir framan þig að já sko dóttir alþingismanns hafi verið tekin fyrir framan ættingja þinn í röðinni vegna foreldris síns - þá getum við bara hætt að þykjast. Það er elíta í þessu landi, hún er í framboði, hún er alltaf í framboði. Hún er hægri, hún er vinstri, hún er í miðjunni og allstaðar sem hægt er að komast í völd og peninga. Henni er sama um hina af því hún þarf aldrei að deila kjörum né réttindum á borði (okkar í orði) með okkur hinum. Þú ættir ekki að þurfa að fæðast í einhverja stéttar elítu til að fá grunnþjónustu í heilbrigðis eða menntakerfi eða fá starf í þessu samfélagi! En svona er þetta, fyrir venjulegt fólk er engin sem getur neitt þangað til fréttamiðlar mæta á staðinn og nógu stórum grátkór er safnað fyrir einn heppinn aðila. Svo upphefst leikritið, eins og svo oft áður. Vinsældarkeppni fer í gang, settu like við að hún fái að lifa. Ef þú gerir það ekki ert þú að drepa hana! Er þetta það sem fólk vill? Ég veit alveg hvernig fólk bregst við, það má aldrei gagnrýna þessi leikrit sem koma upp reglulega. Þetta er engin leið til að reka þjóðfélag. Þar sem vinsældir ráða hvort þú færð að lifa eða deyja, ekki réttindi eða fagmennska. Ef þú bendir á þetta misræmi þá ert þú vond manneskja. Af því hver ræður hver er góður og hver er vondur? Sumt má aldrei gagnrýna. Sumar sögur má aldrei segja. Ég er búin að missa trúna á þetta samfélag. Hluti af mér langar til að kjósa eins og í BNA. Ekki þá sem lofa að gera betur heldur þá sem lofa að valda einhverjum öðrum en mér skaða. Því loforðin munu aldrei að gerast. Gallinn er bara að ég hata ekki fólk af erlendum uppruna eða hinsegin fólk og það virðist vera helstu baráttu málið að lemja á þeim hjá allt of mörgum. Vinstri hreyfingar eru nú í eigu elítu sem þyrfti að hugsa sin gang en virðist ekki fær um það. Aðeins á seinustu hafa komið fram smá öðruvísi valkostir popúlista. Hér er endinn þar sem ég segi ykkur hvað skal kjósa. Gallinn er, ég get það ekki! Já, ég laug alveg eins og allir aðrir. Ég veit ekki hvað ég ætla að kjósa! Ég hef kosið í nær 30 ár og alltaf kosið og mun kjósa meðan lifi. Það er ljóst að rótgrónu flokkarnir sem setið hafa í ríkisstjórnum síðustu 20 ár eru rotnir eins og loforð þeirra. Við nánari athugun eru nýrri flokkar að lofa miklu en svo eru flestir svipaðir á listunum. Sömu starfsstéttir notaðar til að fylla í. Einnig hefur komið fram að starfshættir þar eru oft ekki alveg lýðræðislegar og gegnsæið gruggugt. Það stingur í munaðarlaust krata hjartað að hafa aðeins algjörlega útilokað að kjósa einn flokk og að sá flokkur sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn! Það er verra en um árið þegar ég var sammála Brynjari Níelssyni og Axel Pétri á sama degi! Endilega kjósið með von í hjarta, en ekki ætlast til að flokkarnir muni eftir ykkur næsta morgun. Þegar áhrif óæskilegrar uppskeru halda áfram að koma fram, mun nokkur spyrja hvers vegna? Ef þeir sem hafa komið að völdum í þessi 25 ár sem þetta hefur þróast vildu þetta ekki, hvers vegna komu þeir þá ekki í veg fyrir þetta? Nei, við segjum bara sama og við segjum um Trump og uppgang popúlisma og fasisma í heiminum. Við ákveðum að fólk sem var hunsað hafi allt verið vont og þess vegna kaus það vont fólk. Eins og Seymore Skinner sagði í Simpsons og er frægt jarm... ‚nei það hljóta að vera börnin sem hafa rangt fyrir sér‘. Höfundur er hvorki í framboði né eftirspurn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun