Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 13:15 Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfbærni Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun