Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun