Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 12:04 Í Staðarskála er hægt að kaupa alls kyns mat. Þar er hins vegar ekki leyfilegt að koma með sinn eigin mat. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. „Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“ Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira
„Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira