Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:31 Ég ákvað þegar ég var 10 ára að verða kennari. Þetta væri starfið mitt og minn draumur. Ég elskaði að hjálpa öðrum að læra, fannst áhugavert að hægt væri að nálgast námið og námsefnið á mismunandi máta. Ég fór þá strax að standa mig vel í náttúrufræði og stærðfræði því ég fann að þar væru mínir styrkleikar og ég myndi vilja kenna einhverja af þessum greinum. Þetta var um síðustu aldamót. Á síðasta ári grunnskólans fór ég að kenna heimilisfólki sem vildi á Office og Windows, keyptir voru kennsludiskar sem ég fór í gegnum og kenndi svo á það. Áhugasamasti einstaklingurinn í því námi var án efa öldruð amma mín sem fór á þeim tímapunkti að leika sér í tölvu, fór að skrifast á við skyldfólk og vini og naut sín í botn á samfélagsmiðlum. Hraðspólum inn í Menntaskólann á Akureyri. Ég sótti um að sækja skóla langt frá heimili með heimavist því ég vildi fá mest krefjandi námsefnið. Ég vildi vita og skilja hlutina sem ég ætlaði svo að kenna. Allir nemendur voru með tölvur en takmörkuð þekking á notkun þeirra. Upplýsingatæknikennarinn sá að ég hefði greinilega gert öll þessi verkefni áður og fékk mig til að aðstoða samnemendur mína í stað þess að skila inn verkefnum í kennslustundum. Í lok menntaskóla ákvað ég fara í HA og læra að verða grunnskólakennari. Hins vegar þegar önnin byrjaði og ég fór í æfingakennslu inn í grunnskóla þá sá ég að ég væri hrifnust að því að kenna fagrein í efstu bekkjunum og í framhaldsskóla. Það varð því hraður umsnúningur, flutt var suður og ákveðin hvaða fagrein ég ætlaði að læra í háskóla, þ.e.a.s. hvaða grein ég vildi kenna. Því á þeim tíma þá þurfti B.A eða B.Sc. í fagrein og svo master í kennslufræðum til að fá að kenna í framhaldsskóla. Þetta var 2011. Ég útskrifast úr efnafræðinni 2014 frá HÍ eftir þrjú ár þar sem lifa þurfti af á námslánum. Ein af 12 sem útskrifuðust það árið, en þegar við byrjuðum vorum við 49. Þá kom spark frá raunveruleikanum. Ég myndi fá mun meira útborgað sem starfandi efnafræðingur á tilraunastofu með lágmarksmenntun til að starfa þar (flestir eru með M.Sc eða doktorsgráðu) heldur en ef ég myndi fara í kennaranám og starfa sem kennari. Ég fór því að vinna fyrir nýsköpunarmiðstöð við efnagreiningar og fannst það æðislegt. Mörg mismunandi verkefni og mjög mikið að gera. Ég náði að skila af mér niðurstöðum sem voru áreiðanlegar á mettíma, fékk alls konar þjálfun og allt var eins og það átti að vera. Hins vegar gat ég ekki gleymt hvað mig langaði að verða. Ég ætlaði aldrei að starfa á rannsóknarstofu, ég saknaði þess að vinna með ungu fólki og saknaði þess að kenna. 2017 ákvað ég að fara í kennaranám. Þarna var ég komin með eiginmann og eitt barn og þurfti ég að taka námslán til að ná endum saman. Ég tek masternám í kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni á 3 önnum í stað 4. Ég var orðin vön miklu vinnuálagi, bæði eftir efnafræðinámið og tilraunastofustarfið og þjappaði því náminu saman til að taka styttra lán. Janúar 2018 landa ég draumastarfinu. Ég næ 100% stöðu sem efnafræðikennari við MA. Ein af þessum mikilvægu STEAM greinum sem eru svo eftirsóknar á vinnumarkaði. Ég er með kennslu í 3 ólíkum áföngum og 4 hópa af nemendum sem samtals voru tæplega 100. Mér er ætlað að kenna bæði grunninn í efnafræði, lífræna efnafræði og svo lyfjafræði. Flest kvöld og helgar þá önnina fóru ekki í fjölskylduna heldur að læra, bæði rifja upp námsefnið og reyna að nýta gamlar glósur frá fráfarandi kennara. Þau kvöld sem fóru ekki í að læra fóru í að fara yfir próf, skýrslur og ritgerðir hjá þessum 100 nemendum. Fyrsti fulli launaseðillinn minn var fyrir febrúar (því dagarnir fyrst í janúar voru ekki taldir með því ég var að byrja) var 470.228 kr. Eftir 5 ára háskólanám og vera að kenna 100 nemendum. Ég lækkaði því um rúm 100 þúsund í launum, með tveggja ára námi og þrátt fyrir verðbólgu síðan ég vann hjá NMÍ. Starfsánægjan var samt meira virði og næsta haust tók ég að mér að vera í upplýsingatækniteymi skólans til að hífa aðeins upp launin. Þar sáum við um að skipuleggja endurmenntun kennara og starfsfólks innanhúss ásamt því að takast á við þau tæknilegu vandamál sem upp koma á hverjum starfsdegi. Á árunum 2018-2024 hafa orðið margir samningar. Á hverjum og einum hefur komið fram að samkomulagið síðan 2016 þurfi að efna, en skilningur sýndur að í það þurfi meiri tíma og vinnu til að fylgja því eftir. Með einungis verðbólgu, engu tilliti til starfsaldurs, þá ættu launin nú að vera 633 þúsund samkvæmt verðlagsreiknivél. Nú er ég komin með 5 ár af starfsaldri, umsjónakennslu, endurmenntun í þessi 5 ár, skólaheimsóknir og ráðstefnur tengt bæði mínu fagi og kennsluaðferðum. Á hverju ári eftir 2018 þá reyndi ég að auka við vinnuna til að stækka launaumslagið. Á einum tímapunkti var ég komin upp 130% starf og var við það að brenna út. Ég gat ekki haldið í við það álag og þeirri yfirferð og kennslu í þeim gæðum sem ég vildi ásamt fjölskyldu og er nú komin niður í 90% starf. Launaseðilinn minn nú 1.nóvember sýndi 624 þúsund í laun (fyrir skatt) með rúmlega 30 þúsund í námslán á mánuði. Ég elska samt enn þá starfið mitt og nemendur mína. Þetta er ástæðan fyrir því að kennarar eru í verkföllum. Þetta er ástæðan fyrir því að samkomulagið síðan 2016 þarf að verða bætt og launin hækkuð. Þetta er ástæðan fyrir því að draumórakennarinn íhugar hvort þetta er enn þá draumurinn. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég ákvað þegar ég var 10 ára að verða kennari. Þetta væri starfið mitt og minn draumur. Ég elskaði að hjálpa öðrum að læra, fannst áhugavert að hægt væri að nálgast námið og námsefnið á mismunandi máta. Ég fór þá strax að standa mig vel í náttúrufræði og stærðfræði því ég fann að þar væru mínir styrkleikar og ég myndi vilja kenna einhverja af þessum greinum. Þetta var um síðustu aldamót. Á síðasta ári grunnskólans fór ég að kenna heimilisfólki sem vildi á Office og Windows, keyptir voru kennsludiskar sem ég fór í gegnum og kenndi svo á það. Áhugasamasti einstaklingurinn í því námi var án efa öldruð amma mín sem fór á þeim tímapunkti að leika sér í tölvu, fór að skrifast á við skyldfólk og vini og naut sín í botn á samfélagsmiðlum. Hraðspólum inn í Menntaskólann á Akureyri. Ég sótti um að sækja skóla langt frá heimili með heimavist því ég vildi fá mest krefjandi námsefnið. Ég vildi vita og skilja hlutina sem ég ætlaði svo að kenna. Allir nemendur voru með tölvur en takmörkuð þekking á notkun þeirra. Upplýsingatæknikennarinn sá að ég hefði greinilega gert öll þessi verkefni áður og fékk mig til að aðstoða samnemendur mína í stað þess að skila inn verkefnum í kennslustundum. Í lok menntaskóla ákvað ég fara í HA og læra að verða grunnskólakennari. Hins vegar þegar önnin byrjaði og ég fór í æfingakennslu inn í grunnskóla þá sá ég að ég væri hrifnust að því að kenna fagrein í efstu bekkjunum og í framhaldsskóla. Það varð því hraður umsnúningur, flutt var suður og ákveðin hvaða fagrein ég ætlaði að læra í háskóla, þ.e.a.s. hvaða grein ég vildi kenna. Því á þeim tíma þá þurfti B.A eða B.Sc. í fagrein og svo master í kennslufræðum til að fá að kenna í framhaldsskóla. Þetta var 2011. Ég útskrifast úr efnafræðinni 2014 frá HÍ eftir þrjú ár þar sem lifa þurfti af á námslánum. Ein af 12 sem útskrifuðust það árið, en þegar við byrjuðum vorum við 49. Þá kom spark frá raunveruleikanum. Ég myndi fá mun meira útborgað sem starfandi efnafræðingur á tilraunastofu með lágmarksmenntun til að starfa þar (flestir eru með M.Sc eða doktorsgráðu) heldur en ef ég myndi fara í kennaranám og starfa sem kennari. Ég fór því að vinna fyrir nýsköpunarmiðstöð við efnagreiningar og fannst það æðislegt. Mörg mismunandi verkefni og mjög mikið að gera. Ég náði að skila af mér niðurstöðum sem voru áreiðanlegar á mettíma, fékk alls konar þjálfun og allt var eins og það átti að vera. Hins vegar gat ég ekki gleymt hvað mig langaði að verða. Ég ætlaði aldrei að starfa á rannsóknarstofu, ég saknaði þess að vinna með ungu fólki og saknaði þess að kenna. 2017 ákvað ég að fara í kennaranám. Þarna var ég komin með eiginmann og eitt barn og þurfti ég að taka námslán til að ná endum saman. Ég tek masternám í kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni á 3 önnum í stað 4. Ég var orðin vön miklu vinnuálagi, bæði eftir efnafræðinámið og tilraunastofustarfið og þjappaði því náminu saman til að taka styttra lán. Janúar 2018 landa ég draumastarfinu. Ég næ 100% stöðu sem efnafræðikennari við MA. Ein af þessum mikilvægu STEAM greinum sem eru svo eftirsóknar á vinnumarkaði. Ég er með kennslu í 3 ólíkum áföngum og 4 hópa af nemendum sem samtals voru tæplega 100. Mér er ætlað að kenna bæði grunninn í efnafræði, lífræna efnafræði og svo lyfjafræði. Flest kvöld og helgar þá önnina fóru ekki í fjölskylduna heldur að læra, bæði rifja upp námsefnið og reyna að nýta gamlar glósur frá fráfarandi kennara. Þau kvöld sem fóru ekki í að læra fóru í að fara yfir próf, skýrslur og ritgerðir hjá þessum 100 nemendum. Fyrsti fulli launaseðillinn minn var fyrir febrúar (því dagarnir fyrst í janúar voru ekki taldir með því ég var að byrja) var 470.228 kr. Eftir 5 ára háskólanám og vera að kenna 100 nemendum. Ég lækkaði því um rúm 100 þúsund í launum, með tveggja ára námi og þrátt fyrir verðbólgu síðan ég vann hjá NMÍ. Starfsánægjan var samt meira virði og næsta haust tók ég að mér að vera í upplýsingatækniteymi skólans til að hífa aðeins upp launin. Þar sáum við um að skipuleggja endurmenntun kennara og starfsfólks innanhúss ásamt því að takast á við þau tæknilegu vandamál sem upp koma á hverjum starfsdegi. Á árunum 2018-2024 hafa orðið margir samningar. Á hverjum og einum hefur komið fram að samkomulagið síðan 2016 þurfi að efna, en skilningur sýndur að í það þurfi meiri tíma og vinnu til að fylgja því eftir. Með einungis verðbólgu, engu tilliti til starfsaldurs, þá ættu launin nú að vera 633 þúsund samkvæmt verðlagsreiknivél. Nú er ég komin með 5 ár af starfsaldri, umsjónakennslu, endurmenntun í þessi 5 ár, skólaheimsóknir og ráðstefnur tengt bæði mínu fagi og kennsluaðferðum. Á hverju ári eftir 2018 þá reyndi ég að auka við vinnuna til að stækka launaumslagið. Á einum tímapunkti var ég komin upp 130% starf og var við það að brenna út. Ég gat ekki haldið í við það álag og þeirri yfirferð og kennslu í þeim gæðum sem ég vildi ásamt fjölskyldu og er nú komin niður í 90% starf. Launaseðilinn minn nú 1.nóvember sýndi 624 þúsund í laun (fyrir skatt) með rúmlega 30 þúsund í námslán á mánuði. Ég elska samt enn þá starfið mitt og nemendur mína. Þetta er ástæðan fyrir því að kennarar eru í verkföllum. Þetta er ástæðan fyrir því að samkomulagið síðan 2016 þarf að verða bætt og launin hækkuð. Þetta er ástæðan fyrir því að draumórakennarinn íhugar hvort þetta er enn þá draumurinn. Höfundur er kennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun