Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:31 Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun