Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2024 09:45 SIE Horizon Zero Dawn var þegar hann kom út árið 2017 mjög góður leikur. Hann er það enn og það má alveg spyrja hver þörfin var á uppfærslu. Ég gæfi samt mikið fyrir að vera að spila þennan leik í fyrsta sinn aftur. Í HZD setja spilarar sig í spor Aloy, sem er ungur framtíðarhellisbúi sem veiðir vélmenni með boga og spjóti, auk annarra vopna. Lengurinn gerist langt í framtíðinni og er mannkynið allt í mikilli hættu vegna háþróaðra vélmenna. Sjá einnig: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Leikurinn gerist í fallegum opnum söguheimi þar sem rústir gamalla borga má finna víða á mismunandi svæðum eins og frumskógum, fjallendi og sléttum. SIE HZD var gerður af Guerrilla Games og hefur nú verið uppfærður með aðstoð starfsmanna Nixxes, sem hafa gert sambærilegar uppfærslur á nokkrum leikjum Sony á undanförnum árum. Nýjasta uppfærslan gerir leikinn fallegri, bæði með betri grafík og með því að fríska upp á sjálft umhverfi leiksins. Bæta við trjám og öðrum gróðri og í senn uppfæra útlit gróðursins. Einnig voru byggð ból söguheimsins endurbætt með fleiri byggingum, fleiri manneskjum og öðrum leiðum. Til dæmis voru manneskjur borganna gerðar líflegri og var reynt að bæta heildarandrúmsloft bæja og borga. SIE Þá var tekið upp mikið af nýju myndefni til að gera hreyfingar persóna betri og raunverulegri. Á því sviði var HZD færður nærri framhaldsleiknum Forbidden West. Frekari útlistanir á uppfærslum leiksins má finna á vef Sony. Saga HZD er líklega besti hluti leiksins og strax í upphafi leiksins fann ég fyrir þessari sömu gömlu tilfinningu og ég upplifði árið 2017. „Hvað gerðist eiginlega í þessum heimi?“ Hugsaði ég 2017. Núna hugsaði ég hvað ég hafði gaman af því að upplifa söguna þá. Sem Aloy er merkilega áhugavert að laumast um rústir fornmannanna og varpa ljósi á hvað kom fyrir þá, hvaðan vélmennin koma og þá ógn sem heimurinn stendur nú frammi fyrir. Bardagakerfið er líka mjög skemmtilegt. Það blandar saman margvíslegum vopnum, þó ég notist eiginlega alltaf bara við bogann og spjótið. Hvert vélmenni er með veikleika og Alot getur nýtt sér þá. Þeir sjást með því að skanna vélmennin og beita misunandi örvum til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Einnig er hægt að nota gildrur og önnur vopn til að sigra vélmennin. SIE Samantekt-ish Horizon Zero Dawn er ekki gamall leikur, enda er hann frá 2017. Þá var hann gefinn út á PC-tölvur árið 2020. Það er alveg vert að spyrja hvort tilefni hafi verið til að uppfæra þennan leik með þessum hætti en ég get ekki sagt annað en að það hafi komið vel út. Við spilunin hef ég ítrekað hugsað um hve mikið ég væri til í að gleyma öllu sem ég vissi um sögu leiksins, því ég hef sjaldan áður fallið jafn mikið fyrir söguheimi og reynt jafn mikið á mig að safna öllum þeim upplýsingum sem ég get. Ég öfunda þá svolítið sem hafa ekki spilað þennan leik að fá tækifæri til þess. SIE Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Forbidden West: Burning Shores - Hin fínasta viðbót við góðan leik Horizon Forbidden West er einhver fallegasti leikur samtímans og Burning Shores, nýr aukapakki leiksins, skemmir þar ekki fyrir. Aloy þarf núna að elta einn af hinum ódauðlegu Zeniths til rústa Los Angeles og bjarga þar heiminum, í bili, enn eina ferðina. 5. maí 2023 08:32 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Í HZD setja spilarar sig í spor Aloy, sem er ungur framtíðarhellisbúi sem veiðir vélmenni með boga og spjóti, auk annarra vopna. Lengurinn gerist langt í framtíðinni og er mannkynið allt í mikilli hættu vegna háþróaðra vélmenna. Sjá einnig: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Leikurinn gerist í fallegum opnum söguheimi þar sem rústir gamalla borga má finna víða á mismunandi svæðum eins og frumskógum, fjallendi og sléttum. SIE HZD var gerður af Guerrilla Games og hefur nú verið uppfærður með aðstoð starfsmanna Nixxes, sem hafa gert sambærilegar uppfærslur á nokkrum leikjum Sony á undanförnum árum. Nýjasta uppfærslan gerir leikinn fallegri, bæði með betri grafík og með því að fríska upp á sjálft umhverfi leiksins. Bæta við trjám og öðrum gróðri og í senn uppfæra útlit gróðursins. Einnig voru byggð ból söguheimsins endurbætt með fleiri byggingum, fleiri manneskjum og öðrum leiðum. Til dæmis voru manneskjur borganna gerðar líflegri og var reynt að bæta heildarandrúmsloft bæja og borga. SIE Þá var tekið upp mikið af nýju myndefni til að gera hreyfingar persóna betri og raunverulegri. Á því sviði var HZD færður nærri framhaldsleiknum Forbidden West. Frekari útlistanir á uppfærslum leiksins má finna á vef Sony. Saga HZD er líklega besti hluti leiksins og strax í upphafi leiksins fann ég fyrir þessari sömu gömlu tilfinningu og ég upplifði árið 2017. „Hvað gerðist eiginlega í þessum heimi?“ Hugsaði ég 2017. Núna hugsaði ég hvað ég hafði gaman af því að upplifa söguna þá. Sem Aloy er merkilega áhugavert að laumast um rústir fornmannanna og varpa ljósi á hvað kom fyrir þá, hvaðan vélmennin koma og þá ógn sem heimurinn stendur nú frammi fyrir. Bardagakerfið er líka mjög skemmtilegt. Það blandar saman margvíslegum vopnum, þó ég notist eiginlega alltaf bara við bogann og spjótið. Hvert vélmenni er með veikleika og Alot getur nýtt sér þá. Þeir sjást með því að skanna vélmennin og beita misunandi örvum til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Einnig er hægt að nota gildrur og önnur vopn til að sigra vélmennin. SIE Samantekt-ish Horizon Zero Dawn er ekki gamall leikur, enda er hann frá 2017. Þá var hann gefinn út á PC-tölvur árið 2020. Það er alveg vert að spyrja hvort tilefni hafi verið til að uppfæra þennan leik með þessum hætti en ég get ekki sagt annað en að það hafi komið vel út. Við spilunin hef ég ítrekað hugsað um hve mikið ég væri til í að gleyma öllu sem ég vissi um sögu leiksins, því ég hef sjaldan áður fallið jafn mikið fyrir söguheimi og reynt jafn mikið á mig að safna öllum þeim upplýsingum sem ég get. Ég öfunda þá svolítið sem hafa ekki spilað þennan leik að fá tækifæri til þess. SIE
Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Forbidden West: Burning Shores - Hin fínasta viðbót við góðan leik Horizon Forbidden West er einhver fallegasti leikur samtímans og Burning Shores, nýr aukapakki leiksins, skemmir þar ekki fyrir. Aloy þarf núna að elta einn af hinum ódauðlegu Zeniths til rústa Los Angeles og bjarga þar heiminum, í bili, enn eina ferðina. 5. maí 2023 08:32 Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01 Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Horizon Forbidden West: Burning Shores - Hin fínasta viðbót við góðan leik Horizon Forbidden West er einhver fallegasti leikur samtímans og Burning Shores, nýr aukapakki leiksins, skemmir þar ekki fyrir. Aloy þarf núna að elta einn af hinum ódauðlegu Zeniths til rústa Los Angeles og bjarga þar heiminum, í bili, enn eina ferðina. 5. maí 2023 08:32
Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. 1. mars 2023 08:01
Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00