Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar 30. október 2024 11:17 Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun