„Þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 21:58 Maté Dalmay var svekktur eftir leik Vísir / Anton Brink Haukar töpuðu gegn Stjörnunni 87-114. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð en heldur enn í vonina um að liðið geti farið að vinna leiki. „Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira