Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 25. október 2024 11:32 Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun