Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch skrifar 23. október 2024 13:02 Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun