Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2024 09:00 Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar