Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir skrifar 19. október 2024 08:02 Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun