Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar 14. október 2024 07:02 Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða Tilefni þessara skrifa er með leiðinlegra móti, en það er sóðaskapur á sundstöðum. Sá plagsiður færist í vöxt að menn koma inní sturturými sundstaða í sundfötum og fyrir kemur líka að það sér í nærbuxnastrengi uppúr sundskýlunum hjá þeim. Þeir rétt bregða sér undir sturtu, svo þeir varla meira en rétt ná að blotna og fara svo útí laug eða pott. Oftar en ekki eru þetta hópar ungmenna undir tvítugu, þá kannski þrír til fimm saman sem allir hafa þá sama háttinn á. Að uppistöðu eru hér á ferð ungir Íslendingar, gjarnan talandi um íþróttir. Þetta gerist ekki bara stundum. Þetta er alveg viðvarandi og gerist án undantekninga og sést í hvert skipti sem farið er í sund. Fyrir kemur líka að menn eru í sundskýlum þegar þeir koma á sundstaðina. Sumir þeirra fara jafnvel fara framhjá sturturýminu og og óþvegnir beint út í laug. Öllu hugsandi fólki er ljóst að svona háttsemi er bæði ferlegur sóðaskapur og fullkomið tillitsleysi við aðra laugargesti. Það verður að taka á þessu. Þetta lagar sig ekki sjálft. Augljóst er að hafa verður baðreglur sundstaðanna mun sýnilegri en þær eru og hafa of lengi verið. Hugsanlega mætti hafa þær, bæði á Íslensku og fleiri tungumálum og hafa á skápahurðum í búningsrýmum og jafnvel við hverja sturtu. Starfsfólk sundstaðanna mætti vera virkara í eftirliti með því að laugargestir virði reglur um hreinlæti, sama hve leiðinlegt það er og óþarft það í raun ætti að vera. Vera kann að sumum þyki ekki þægilegt að fara úr öllum fötum í almannarými eins og venja er. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að mæta þörfum þeirra með rými sem hægt yrði að loka þannig að þeir geti þrifið sig óséðir af öðrum. Öll hljótum við að vera sammála um að taka verður á þessu ástandi. Það má t.d. gera í skólum, innan íþróttafélaga og ekki síst meðal þeirra sem sjá um rekstur sundstaðanna sjálfra. Við Íslendingar megum vera stoltir af rótgróinni sundstaðamenningu okkar. Látum hana ekki verða sóðaskap að bráð. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun