Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 21:09 Metfjöldi fékk viðurkenningu í dag. Silla Páls Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í tilkynningu frá FKA kemur fram að Ásta Dís Óladóttir, doktor og prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar, opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti ávarp og fór yfir stöðuna í jafnréttismálum í samfélaginu almennt. Í tilkynningu segir að hún hafi uppskorið mikið lófaklapp. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til níutíu og þriggja fyrirtækja, fimmtán sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði. Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár: „Það er frábært að sjá fjölgun í hópi viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar árið 2024, sem endurspeglar metnað fyrirtækja til að ná fram jafnrétti. Jafnrétti er mál sem snertir okkur öll, og það hefur sýnt sig í viðbrögðum við markaðsherferðinni „Ilmur af konu“, sem var haldin í tengslum við árlegu viðurkenningarhátíðina”. Þrátt fyrir þennan góða árangur viljum við hvetja fleiri til þátttöku. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast. Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun“ segir Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóra Jafnvægisvogarinnar. Mælaborð Jafnvægisvogarinnar Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Þannig er hægt að tryggja aðhald og sýna stöðuna eins og hún er hverju sinni. Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, svo sem kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna. Þar má einnig finna upplýsingar um kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði. Í mælaborðinu sem að Creditinfo, Deloitte og Jafnvægisvogarráðið hafa þróað eru upplýsingarnar gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt. Jafnréttismál Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í tilkynningu frá FKA kemur fram að Ásta Dís Óladóttir, doktor og prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar, opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti ávarp og fór yfir stöðuna í jafnréttismálum í samfélaginu almennt. Í tilkynningu segir að hún hafi uppskorið mikið lófaklapp. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til níutíu og þriggja fyrirtækja, fimmtán sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði. Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár: „Það er frábært að sjá fjölgun í hópi viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar árið 2024, sem endurspeglar metnað fyrirtækja til að ná fram jafnrétti. Jafnrétti er mál sem snertir okkur öll, og það hefur sýnt sig í viðbrögðum við markaðsherferðinni „Ilmur af konu“, sem var haldin í tengslum við árlegu viðurkenningarhátíðina”. Þrátt fyrir þennan góða árangur viljum við hvetja fleiri til þátttöku. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast. Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun“ segir Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóra Jafnvægisvogarinnar. Mælaborð Jafnvægisvogarinnar Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Þannig er hægt að tryggja aðhald og sýna stöðuna eins og hún er hverju sinni. Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, svo sem kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna. Þar má einnig finna upplýsingar um kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði. Í mælaborðinu sem að Creditinfo, Deloitte og Jafnvægisvogarráðið hafa þróað eru upplýsingarnar gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt.
Jafnréttismál Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01