Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:45 Álvaro Morata gekk í gegnum erfiða tíma fyrir Evrópumótið í Þýskalandi þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. getty/Alex Pantling Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk. Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk.
Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira